Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2022 10:50 Leit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita að skipverjanum heldur áfram í dag. Vísir/Vilhelm Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. Leit hefur staðið yfir að manni sem féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf í Grindavík, síðan á laugardag. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitir og fiskiskip og -bátar frá svæðinu hafa tekið þátt í leitinni um helgina. „Leit að skipverjanum hófst aftur í birtingu. Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt og kemur til með að leita áfram í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Auk þyrlu og varðskips muni björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Landsbjörgu taka þátt í leitinni í dag. „Leitarsvæðið hefur verið stækkað frá því í gær. Í gær vorum við að vinna á svæði sem eru 10x10 sjómílur, í radíus 25 sjómílum út frá Garðskaga. Í dag erum við að vinna með svæði sem eru 18x18 sjómílur þannig að við höfum stækkað leitarsvæðið frá því í gær,“ segir Ásgeir. „Í gær voru, þegar mest var, þrettán skip við leitina. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ásamt fiskiskipum og -bátum á svæðinu og svo flaug þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis eftir hádegi og var þar við leit.“ Vel viðri til leitar í dag og staðan verði tekin eftir daginn. „Við munum nýta daginn, það viðrar vel til leitar í dag. Sjólag er gott, veðrið er gott. Svo munum við taka stöðuna eftir daginn í dag en munum nýta daginn til leitar.“ Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Samgönguslys Tengdar fréttir Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Leit hefur staðið yfir að manni sem féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf í Grindavík, síðan á laugardag. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitir og fiskiskip og -bátar frá svæðinu hafa tekið þátt í leitinni um helgina. „Leit að skipverjanum hófst aftur í birtingu. Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt og kemur til með að leita áfram í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Auk þyrlu og varðskips muni björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Landsbjörgu taka þátt í leitinni í dag. „Leitarsvæðið hefur verið stækkað frá því í gær. Í gær vorum við að vinna á svæði sem eru 10x10 sjómílur, í radíus 25 sjómílum út frá Garðskaga. Í dag erum við að vinna með svæði sem eru 18x18 sjómílur þannig að við höfum stækkað leitarsvæðið frá því í gær,“ segir Ásgeir. „Í gær voru, þegar mest var, þrettán skip við leitina. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ásamt fiskiskipum og -bátum á svæðinu og svo flaug þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis eftir hádegi og var þar við leit.“ Vel viðri til leitar í dag og staðan verði tekin eftir daginn. „Við munum nýta daginn, það viðrar vel til leitar í dag. Sjólag er gott, veðrið er gott. Svo munum við taka stöðuna eftir daginn í dag en munum nýta daginn til leitar.“
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Samgönguslys Tengdar fréttir Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47
Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44
Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28