„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 11:00 Matthías Orri Sigurðarson er einn af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds og hann hefur verið hrifinn af frammistöðu Sigurðar Péturssonar leikmanns Breiðabliks. Vísir Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið. Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum