„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 11:00 Matthías Orri Sigurðarson er einn af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds og hann hefur verið hrifinn af frammistöðu Sigurðar Péturssonar leikmanns Breiðabliks. Vísir Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið. Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira