Kærasti Elísabetar tjáir sig: „Ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn?“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 21:01 Sindri Þór, kærasti Elísabetar tjáði sig á Facebook í dag. Sindri Þór Kárason, kærasti söngkonunnar Elísabetar Ormslev segist undanfarið hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs Arnars Guðmundssonar. Ásakanirnar kveða á um að hann sé „nettröll“ og er hann sakaður um að senda skilaboð til Péturs sem meðal annars óski þess að hann „rotni í helvíti.“ Vísir fjallaði um málið á dögunum. Sindri segist í færslu á Facebook í dag ekki hafa tjáð sig um málið fyrr en nú, nema í febrúar þegar hann lýsti yfir stuðning við konu sína þegar málið bar fyrst upp. Hann segist undanfarið hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs um að hann sé „nettröll“, og sakaður um að vera sá sem sendi skilaboðin til Péturs. Pétur dró sig úr sviðsljósinu og var þar að auki rekinn úr tveimur hljómsveitum, eftir að Elísabet steig fram og lýsti sambandi sínu við Pétur. Hún var 16 ára þegar sambandið hófst og hann 38 ára. Hún hefur lýst sambandinu sem stormasömu og að það hafi verið litað af andlegu ofbeldi og umsátri. Helga Möller, móðir söngkonunnar, tjáir sig einnig um málið. „Beitti hann hana ekki andlegu ofbeldi í fjölda ára?“ Sindri þvertekur fyrir þetta. „Eina sem þau hafa fyrir sér í þeim efnum er að ég er kærasti Elísabetar og ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn (því það liti illa út fyrir Elísabetu?). „Mér bárust skilaboð frá einum fjölskyldumeðlimi núna í fyrri nótt kl 03:08, youtube hlekk á lagið “Ráðið” með Bergþóru Árnadóttur. Fyrir þau sem ekki þekkja til þá fjallar lagið um sakfellingu saklaus manns.“ Sindri segist hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs um að hann sé „nettröll“, og sakaður um að vera sá sem sendi skilaboðin til Péturs.Facebook Í kjölfarið varpar Sindri fram nokkrum spurningum: „Standa þau þá í þeirri trú að hann hafi ekki átt í samráði við og tælt 16 ára barn? (hann byrjaði að reyna ná athygli hennar 15 ára n.b). Beitti hann hana ekki andlegu ofbeldi í fjölda ára? (hún hefur sýnt mér ógrynni af skjáskotum). Var hann ekki liggjandi á glugganum okkar í febrúar síðastliðinn þegar við vorum varla búin að koma okkur fyrir í nýrri íbúð og hvergi skráð á þetta heimilisfang? (Minni á að það er til myndband af manninum fyrir utan heimilið okkar).“ Sindri segist hafa neitað því að vera sá sem stæði á bakvið skilaboðin til Péturs og tjáð viðkomandi að honum þættu ásakanirnar ósmekklegar. „Ég hef lítinn áhuga á áreiti af þessu tagi og síst af öllu svona ásökunum. Svo skal ekki gleyma að umræddur maður er sérlegur sérfræðingur á “fake” aðgöngum til þess að fylgjast með konunni minni á samfélagsmiðlum, eftir að hún blockaði hann á öllum miðlum. Ég hvet ykkur (aðstandendur hans) að finna blóraböggul annars staðar. Eitt skal vera á hreinu að ef ég ætti eitthvað vantalað við þennan fullorðna mann þá mun ég ekki fela mig á bakvið „leyniaðgang”,“ segir Sindri Þór Kárason. „Hitti þetta gerpi nokkrum sinnum“ Helga Möller, móðir Elísabetu skrifar athugasemd við færslu Sindra: „Það var mikil gæfa að þú komst inn í líf dóttur minnar og fjölskyldunnar, Sindri minn. Takk fyrir þinn stuðning og betri tengdason er ekki hægt að hugsa sér. Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar en það væri óskandi að hans nánustu myndu aðstoða hann að leita sér hjálpar til að verða að betri manni.“ Maggý Möller, systir Elísabetar, var einnig harðorð um málið í athugasemd við færsluna: „Vel mælt, sindri. Mér þykja þessi skrif þín vera mjög góð og ég dáist að yfirvegun þinni varðandi þetta mál. Ég er enn svo brjáluð yfir þessu að ég hef ekki treyst mér til að kommenta á kommentakerfum fjölmiðla eða skrifa svona póst á mitt persónulega Facebook. Ég hitti þetta gerpi nokkrum sinnum fyrir nokkrum árum þegar Danski Barinn réði hann til að gigga með trúbador um helgar, og ég hafði það fyrir reglu að standa fyrir framan þetta skoffín og segja honum til syndanna og þannig trufla hann við að syngja. Eitt sinn þá hafði ég fengið mig fullsadda af honum og talaði við eiganda Danska Barsins og sagði honum frá hvurskonar mannleysu þau væru að ráða til sín og ég veit að vinir mínir sem eru/voru fastagestir og málkunnugir eigendum barsins höfðu líka sagt frá og reyndu að sverja af eigendunum drengskaparheit að hætta að ráða hann til að gigga, en það varð ekkert úr því fyrr en í febrúar í ár þegar Elísabet skilaði skömminni og varpaði ljósi á þennan mannræfil og barnaníðing.“ Elísabet Ormslev vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. MeToo Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. 1. desember 2022 22:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Vísir fjallaði um málið á dögunum. Sindri segist í færslu á Facebook í dag ekki hafa tjáð sig um málið fyrr en nú, nema í febrúar þegar hann lýsti yfir stuðning við konu sína þegar málið bar fyrst upp. Hann segist undanfarið hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs um að hann sé „nettröll“, og sakaður um að vera sá sem sendi skilaboðin til Péturs. Pétur dró sig úr sviðsljósinu og var þar að auki rekinn úr tveimur hljómsveitum, eftir að Elísabet steig fram og lýsti sambandi sínu við Pétur. Hún var 16 ára þegar sambandið hófst og hann 38 ára. Hún hefur lýst sambandinu sem stormasömu og að það hafi verið litað af andlegu ofbeldi og umsátri. Helga Möller, móðir söngkonunnar, tjáir sig einnig um málið. „Beitti hann hana ekki andlegu ofbeldi í fjölda ára?“ Sindri þvertekur fyrir þetta. „Eina sem þau hafa fyrir sér í þeim efnum er að ég er kærasti Elísabetar og ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn (því það liti illa út fyrir Elísabetu?). „Mér bárust skilaboð frá einum fjölskyldumeðlimi núna í fyrri nótt kl 03:08, youtube hlekk á lagið “Ráðið” með Bergþóru Árnadóttur. Fyrir þau sem ekki þekkja til þá fjallar lagið um sakfellingu saklaus manns.“ Sindri segist hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs um að hann sé „nettröll“, og sakaður um að vera sá sem sendi skilaboðin til Péturs.Facebook Í kjölfarið varpar Sindri fram nokkrum spurningum: „Standa þau þá í þeirri trú að hann hafi ekki átt í samráði við og tælt 16 ára barn? (hann byrjaði að reyna ná athygli hennar 15 ára n.b). Beitti hann hana ekki andlegu ofbeldi í fjölda ára? (hún hefur sýnt mér ógrynni af skjáskotum). Var hann ekki liggjandi á glugganum okkar í febrúar síðastliðinn þegar við vorum varla búin að koma okkur fyrir í nýrri íbúð og hvergi skráð á þetta heimilisfang? (Minni á að það er til myndband af manninum fyrir utan heimilið okkar).“ Sindri segist hafa neitað því að vera sá sem stæði á bakvið skilaboðin til Péturs og tjáð viðkomandi að honum þættu ásakanirnar ósmekklegar. „Ég hef lítinn áhuga á áreiti af þessu tagi og síst af öllu svona ásökunum. Svo skal ekki gleyma að umræddur maður er sérlegur sérfræðingur á “fake” aðgöngum til þess að fylgjast með konunni minni á samfélagsmiðlum, eftir að hún blockaði hann á öllum miðlum. Ég hvet ykkur (aðstandendur hans) að finna blóraböggul annars staðar. Eitt skal vera á hreinu að ef ég ætti eitthvað vantalað við þennan fullorðna mann þá mun ég ekki fela mig á bakvið „leyniaðgang”,“ segir Sindri Þór Kárason. „Hitti þetta gerpi nokkrum sinnum“ Helga Möller, móðir Elísabetu skrifar athugasemd við færslu Sindra: „Það var mikil gæfa að þú komst inn í líf dóttur minnar og fjölskyldunnar, Sindri minn. Takk fyrir þinn stuðning og betri tengdason er ekki hægt að hugsa sér. Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar en það væri óskandi að hans nánustu myndu aðstoða hann að leita sér hjálpar til að verða að betri manni.“ Maggý Möller, systir Elísabetar, var einnig harðorð um málið í athugasemd við færsluna: „Vel mælt, sindri. Mér þykja þessi skrif þín vera mjög góð og ég dáist að yfirvegun þinni varðandi þetta mál. Ég er enn svo brjáluð yfir þessu að ég hef ekki treyst mér til að kommenta á kommentakerfum fjölmiðla eða skrifa svona póst á mitt persónulega Facebook. Ég hitti þetta gerpi nokkrum sinnum fyrir nokkrum árum þegar Danski Barinn réði hann til að gigga með trúbador um helgar, og ég hafði það fyrir reglu að standa fyrir framan þetta skoffín og segja honum til syndanna og þannig trufla hann við að syngja. Eitt sinn þá hafði ég fengið mig fullsadda af honum og talaði við eiganda Danska Barsins og sagði honum frá hvurskonar mannleysu þau væru að ráða til sín og ég veit að vinir mínir sem eru/voru fastagestir og málkunnugir eigendum barsins höfðu líka sagt frá og reyndu að sverja af eigendunum drengskaparheit að hætta að ráða hann til að gigga, en það varð ekkert úr því fyrr en í febrúar í ár þegar Elísabet skilaði skömminni og varpaði ljósi á þennan mannræfil og barnaníðing.“ Elísabet Ormslev vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
MeToo Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. 1. desember 2022 22:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. 1. desember 2022 22:23