Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2022 14:04 Mikill kraftur er í skógrækt í landinu enda mikið af trjám plantað á hverju ári og ekkert lát á. Myndin er frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur. Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur.
Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum