Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 10:43 Þeir slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. „Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“ Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“
Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira