Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 101-90 | Breiðablik aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 2. desember 2022 20:00 Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir sigur á Stjörnunni Breiðablik lenti á vegg í síðustu umferð gegn Tindastóli en Kópavogsbúar létu það ekki á sig fá og unnu nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Blikar sýndu klærnar í seinni hálfleik og unnu að lokum ellefu stiga sigur 101-90. Í fyrri hálfleik ætlaði Stjarnan að dansa sama dans og Blikar eru þekktir fyrir sem er að taka þriggja stiga skot. Þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum hafði Stjarnan tekið tólf þriggja stiga skot og aðeins hitt úr tveimur. Breiðablik aftur á móti kann þennan dans töluvert betur og hitti úr átta þristum úr tuttugu tilraunum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Breiðablik var alltaf einu skrefi á undan en þegar heimamenn voru við það að fara komast í tveggja stafa forystu gerði Stjarnan vel í að koma til baka og stöðva Blika. Það voru merkilega fáar stoðsendingar gefnar í fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Breiðablik gaf tíu stoðsendingar á meðan Stjarnan gaf aðeins átta stoðsendingar. Staðan í hálfleik var 48-43. Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og komst í tólf stiga forystu á innan við fjórum mínútum. Breiðablik náði að skrúfa upp hraðann og refsaði Stjörnunni fyrir mistök. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, reyndi að hrista upp í hlutunum með því að taka leikhlé. Eftir leikhlé Arnars breyttist ekki neitt en undir lok þriðja leikhluta virtust skilaboðin loksins vera að skila sér á parketinu þar sem gestirnir náðu góðu áhlaupi. Stjarnan hafði fyrir því að saxa forskot Breiðabliks niður í fimm stig en Jeremy Herbert Smith endaði fjórða leikhluta á þriggja stiga körfu og Breiðablik var átta stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Stjarnan byrjaði fjórða leikhluta á að grafa sig í holu. Í fyrstu sókn Breiðabliks fékk Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tæknivillu sem varð til þess að Breiðablik fékk eitt vítaskot og boltann. Þetta endaði sem fjögurra stiga sókn þar sem Breiðablik hitti úr vítinu og Everage setti síðan sniðskot og fékk körfu góða. Eftir þetta atvik var leikurinn gott sem búinn og Breiðablik vann á endanum ellefu stiga sigur 101-90. Af hverju vann Breiðablik? Blikar eru afar góðir í því sem þeir standa fyrir og þessi leikur var skólabókardæmi um hvernig Breiðablik vill spila og Stjarnan gat ekki leyst það. Breiðablik var skrefinu á undan í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik gaf Breiðablik í og þreyttir Stjörnumenn áttu aldrei möguleika. Hverjir stóðu upp úr? Everage Lee Richardson var á deginum sínum og gerði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Everage endaði einnig með 30 framlagspunkta. Sigurður Pétursson endaði með tvöfalda tvennu. Sigurður gerði 11 stig og tók 10 fráköst. Robert Turner var potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Robert Turner gerði 40 stig sem var 23 stigum meira en næsti leikmaður Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði á að taka ellefu þriggja stiga skot í fyrsta leikhluta og hitti aðeins úr tveimur sem var ansi barnaleg nálgun að ætla taka Breiðablik á eigin bragði í stað þess að vera að fara inn í teig eins og þeir fóru síðan að gera sem gekk vel á köflum. Flæði Stjörnunnar í sóknarleiknum var ekkert og Stjarnan var aðeins með átta stoðsendingar í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Stjarnan og Haukar í Umhyggju-höllinni. Breiðablik fer til Grindavíkur og mætir Grindavík næsta föstudag klukkan 18:15. Arnar: Mennirnir sem við veðjuðum á spiluðu vel Arnar Guðjónsson var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldsins. „Varnarlega fór þessi leikur frá okkur. Þeir fengu of mikið af auðveldum körfum og mennirnir sem við ætluðum að veðja á Sigurður og Julio hittu betur en við áttum von á,“ sagði Arnar svekktur eftir leik og hélt áfram. „Breiðablik er með gott lið og leikir fara ekki 0-0 og maður getur ekki stoppað allt en við tókum áhættur á mönnum sem gerðu vel og hrós á þá.“ Arnar hefði viljað ráðast meira á hringinn í fyrsta leikhluta en í staðinn tók Stjarnan mikið af þriggja stiga skotum sem fóru ekki ofan í. „Ég hefði viljað fara meira inn í teig til að byrja með sem við gerðum ekki vel en okkurt tókst að gera það vel í þriðja leikhluta og síðan þurftum við að hleypa leiknum í vitleysu undir lokin til að vinna okkur upp úr þessari holu sem við vorum lentir í.“ Eftir að Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks niður undir lok þriðja leikhluta settu heimamenn stór skot og leikurinn var gott sem búinn í byrjun fjórða leikhluta. „Leikurinn fór frá okkur einhvern tímann þar sem munurinn var orðinn of mikill og við áttum ekki möguleika á að koma til baka en það voru þó nokkur atviki sem gerði það að verkum að við töpuðum og Breiðablik átti sigurinn skilið,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Stjarnan
Breiðablik lenti á vegg í síðustu umferð gegn Tindastóli en Kópavogsbúar létu það ekki á sig fá og unnu nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Blikar sýndu klærnar í seinni hálfleik og unnu að lokum ellefu stiga sigur 101-90. Í fyrri hálfleik ætlaði Stjarnan að dansa sama dans og Blikar eru þekktir fyrir sem er að taka þriggja stiga skot. Þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum hafði Stjarnan tekið tólf þriggja stiga skot og aðeins hitt úr tveimur. Breiðablik aftur á móti kann þennan dans töluvert betur og hitti úr átta þristum úr tuttugu tilraunum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Breiðablik var alltaf einu skrefi á undan en þegar heimamenn voru við það að fara komast í tveggja stafa forystu gerði Stjarnan vel í að koma til baka og stöðva Blika. Það voru merkilega fáar stoðsendingar gefnar í fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Breiðablik gaf tíu stoðsendingar á meðan Stjarnan gaf aðeins átta stoðsendingar. Staðan í hálfleik var 48-43. Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og komst í tólf stiga forystu á innan við fjórum mínútum. Breiðablik náði að skrúfa upp hraðann og refsaði Stjörnunni fyrir mistök. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, reyndi að hrista upp í hlutunum með því að taka leikhlé. Eftir leikhlé Arnars breyttist ekki neitt en undir lok þriðja leikhluta virtust skilaboðin loksins vera að skila sér á parketinu þar sem gestirnir náðu góðu áhlaupi. Stjarnan hafði fyrir því að saxa forskot Breiðabliks niður í fimm stig en Jeremy Herbert Smith endaði fjórða leikhluta á þriggja stiga körfu og Breiðablik var átta stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Stjarnan byrjaði fjórða leikhluta á að grafa sig í holu. Í fyrstu sókn Breiðabliks fékk Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tæknivillu sem varð til þess að Breiðablik fékk eitt vítaskot og boltann. Þetta endaði sem fjögurra stiga sókn þar sem Breiðablik hitti úr vítinu og Everage setti síðan sniðskot og fékk körfu góða. Eftir þetta atvik var leikurinn gott sem búinn og Breiðablik vann á endanum ellefu stiga sigur 101-90. Af hverju vann Breiðablik? Blikar eru afar góðir í því sem þeir standa fyrir og þessi leikur var skólabókardæmi um hvernig Breiðablik vill spila og Stjarnan gat ekki leyst það. Breiðablik var skrefinu á undan í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik gaf Breiðablik í og þreyttir Stjörnumenn áttu aldrei möguleika. Hverjir stóðu upp úr? Everage Lee Richardson var á deginum sínum og gerði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Everage endaði einnig með 30 framlagspunkta. Sigurður Pétursson endaði með tvöfalda tvennu. Sigurður gerði 11 stig og tók 10 fráköst. Robert Turner var potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Robert Turner gerði 40 stig sem var 23 stigum meira en næsti leikmaður Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði á að taka ellefu þriggja stiga skot í fyrsta leikhluta og hitti aðeins úr tveimur sem var ansi barnaleg nálgun að ætla taka Breiðablik á eigin bragði í stað þess að vera að fara inn í teig eins og þeir fóru síðan að gera sem gekk vel á köflum. Flæði Stjörnunnar í sóknarleiknum var ekkert og Stjarnan var aðeins með átta stoðsendingar í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Stjarnan og Haukar í Umhyggju-höllinni. Breiðablik fer til Grindavíkur og mætir Grindavík næsta föstudag klukkan 18:15. Arnar: Mennirnir sem við veðjuðum á spiluðu vel Arnar Guðjónsson var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldsins. „Varnarlega fór þessi leikur frá okkur. Þeir fengu of mikið af auðveldum körfum og mennirnir sem við ætluðum að veðja á Sigurður og Julio hittu betur en við áttum von á,“ sagði Arnar svekktur eftir leik og hélt áfram. „Breiðablik er með gott lið og leikir fara ekki 0-0 og maður getur ekki stoppað allt en við tókum áhættur á mönnum sem gerðu vel og hrós á þá.“ Arnar hefði viljað ráðast meira á hringinn í fyrsta leikhluta en í staðinn tók Stjarnan mikið af þriggja stiga skotum sem fóru ekki ofan í. „Ég hefði viljað fara meira inn í teig til að byrja með sem við gerðum ekki vel en okkurt tókst að gera það vel í þriðja leikhluta og síðan þurftum við að hleypa leiknum í vitleysu undir lokin til að vinna okkur upp úr þessari holu sem við vorum lentir í.“ Eftir að Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks niður undir lok þriðja leikhluta settu heimamenn stór skot og leikurinn var gott sem búinn í byrjun fjórða leikhluta. „Leikurinn fór frá okkur einhvern tímann þar sem munurinn var orðinn of mikill og við áttum ekki möguleika á að koma til baka en það voru þó nokkur atviki sem gerði það að verkum að við töpuðum og Breiðablik átti sigurinn skilið,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.