Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 11:01 Mun Cho Gue-sung vinna þýskan dansþátt eins og Rúrik Gíslason. vísir/getty Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit. HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit.
HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira