Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 11:01 Mun Cho Gue-sung vinna þýskan dansþátt eins og Rúrik Gíslason. vísir/getty Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit. HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit.
HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira