Lífið

Heið­mörkin færð inn í Ráð­húsið í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Grýla og Leppalúði fengu sér kakó með börnunum. 
Grýla og Leppalúði fengu sér kakó með börnunum.  egill aðalsteinsson

Heiðmörkin var færð í miðborgina í dag þegar jólaskógur var opnaður inni í ráðhúsi Reykjavíkur. Þá var jólaálfur SÁÁ sóttur með þyrlu upp á Esju í morgun. 

Leikskólabörn opnuðu jólaskóginn ásamt Grýlu og Leppalúða sem leiddu hópinn í dansi. Börnin sögðust hvorki hrædd við Grýlu né Leppalúða enda sú fyrrnefnda orðin vegan.

„Einu sinni voru þau að éta börn en ekki lengur,“ sagði hinn fimm ára Pétur.

Í jólaskóginum má finna eina snjóinn í Reykjavík.egill aðalsteinsson

Gömlu hjónin vissu reyndar lítið um borgarskipulagið og héldu að þau væri komin í náðhúsið í Reykjavík. Í klippunni hér að neðan má sjá hvernig dagurinn fór fram í ráðhúsinu.

Í öðrum jólafréttum er frá því að segja að formaður SÁÁ flaug með þyrlu Norðurflugs upp á Esju í morgun til að sækja Jólaálfinn í ár. Álfurinn er sagður hafa dvalið uppi í fjalli ásamt Grýlu yfir sumarið en nú er svo komið að skyldan kallar enda álfasala til styrktar SÁÁ formlega hafin. Barnakór úr Kársnesskóla söng og ráðherra keypti fyrsta álfinn á Vogi í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×