Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Egill Birgisson skrifar 1. desember 2022 16:03 Hjálmar Örn Þórarinsson og Eva Ruza eru góðir vinir en verða andstæðingar á laugardaginn. Þau spila með fagmönnunum Herði Þór Guðjónssyni og Alexander Veigari Þorvaldssyni. Stöð 2 Sport Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Í gær og í fyrradag höfum við kynnst fjórum liðum og nú er komið að því að skoða tvö lið til viðbótar, og þá sérstaklega einn þeirra fjögurra keppenda sem verða einnig á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Hörður Þór Guðjónsson og Eva Ruza verða án vafa í stuði á laugardaginn.Stöð 2 Sport Hörður Þór Guðjónsson er 38 ára gamall Grindavíkingur og spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur. Hörður starfar hjá Fiskeldi Samherja og hefur stundað pílu síðustu 5 ár. Hörður hefur sigrað jólamót Stöðvar 2 Sport og er einnig í efstu deild á Íslandi í pílu. Hörður byrjaði seint að kasta pílu en fyrir þá sem til hans þekkja ætti það að koma smá á óvart þar sem faðir hans Guðjón Hauksson er margfaldur Íslandsmeistari í pílu og eignaði sér senuna til margra ára. Guðjón faðir hans á einnig þann heiður að hafa spilað við Peter Wright en það var nú áður en hann varð eitt stærsta nafn í pílu. Hörður fékk viðurnefnið „Sá rólegi“ þegar Henry Birgir og Stefán Árni drógu í lið fyrir Stjörnupíluna en þannig vill til að makkerinn hans er andstæðan við rólegt. Stuðboltinn Eva Ruza verður einmitt með Herði í liði. Eva er skemmtikraftur, blómaskreytingakona, stjörnufréttakona og er ein af þekktustu veislustjórum landsins þar sem hún starfar einmitt mikið með öðrum keppanda í mótinu. Eva er þekkt fyrir líflegan persónuleika og ætti að vera mikil stemning þegar hún stígur á svið ásamt DJ Khaled. Hjálmar Örn Jóhannsson og Alexander Veigar Þorvaldsson eru til alls líklegir í Stjörnupílunni.Stöð 2 Sport Alexander Veigar er enn einn Grindvíkingurinn sem stígur á sviðið. Alexander er 18 ára framhaldsskólanemi og hefur stundað pílu í tæp 5 ár. Alexander er eflaust ein af vonarstjörnum íslands í pílu þar sem hann hefur orðið þrisvar Íslandsmeistari unglinga. Við hentum nokkrum laufléttum spurningum á Alexander. Hraðaspurningar fyrir Alexander Veigar Fyrsta mótið í pílukasti? Íslandsmót unglinga 2016 Besti árangur? Íslandsmeistari unglinga 3 ár í röð Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Flashing lights með Kanye West Nám eða vinna? Íþrotta og lýðheilsu braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Uppáhalds matur? Önd í pönnuköku Drauma mótherji? Phil Taylor Uppáhalds íþrótt utan pílu? Körfubolti Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Hjálmar Örn Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Er í skóstærð 49,5 Hvað myndiru gera við pening sem frúin í Hamborg gaf þér? Fara til útlanda Pabbinn þetta kvöld mun standa við hlið Alexanders og er það skemmtikrafturinn, samfélagsmiðlastjarnan og hvítvínskonan Hjálmar Örn. Hjálmar er fæddur og uppalinn í River Town (Árbæ) eins og hann kallar það og er gallharður Fylkismaður. Hjálmar birtist fyrst á símum landsmanna og var þar mikið að vinna með nokkra karaktera og einn þeirra sló rækilega í gegn og er enþá mjög vinsæll og er það Hvítvínskonan. Árið 2018 steig hann sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu og lék einmitt þar með Agli Ploder, öðrum keppanda í Stjörnupílunni, í myndinni Fullir Vasar. Hjálmar var einnig á skjánum hjá landsmönnum ásamt Gumma Ben í þáttunum Þeir tveir, sem voru í sýningu á Stöð 2. Hjálmar hefur verið með miklar yfirlýsingar um sigur í mótinu og ætti þrefaldur Íslandsmeistari unglinga að aðstoða við það. Pílukast Tengdar fréttir Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31 Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Sjá meira
Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Í gær og í fyrradag höfum við kynnst fjórum liðum og nú er komið að því að skoða tvö lið til viðbótar, og þá sérstaklega einn þeirra fjögurra keppenda sem verða einnig á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Hörður Þór Guðjónsson og Eva Ruza verða án vafa í stuði á laugardaginn.Stöð 2 Sport Hörður Þór Guðjónsson er 38 ára gamall Grindavíkingur og spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur. Hörður starfar hjá Fiskeldi Samherja og hefur stundað pílu síðustu 5 ár. Hörður hefur sigrað jólamót Stöðvar 2 Sport og er einnig í efstu deild á Íslandi í pílu. Hörður byrjaði seint að kasta pílu en fyrir þá sem til hans þekkja ætti það að koma smá á óvart þar sem faðir hans Guðjón Hauksson er margfaldur Íslandsmeistari í pílu og eignaði sér senuna til margra ára. Guðjón faðir hans á einnig þann heiður að hafa spilað við Peter Wright en það var nú áður en hann varð eitt stærsta nafn í pílu. Hörður fékk viðurnefnið „Sá rólegi“ þegar Henry Birgir og Stefán Árni drógu í lið fyrir Stjörnupíluna en þannig vill til að makkerinn hans er andstæðan við rólegt. Stuðboltinn Eva Ruza verður einmitt með Herði í liði. Eva er skemmtikraftur, blómaskreytingakona, stjörnufréttakona og er ein af þekktustu veislustjórum landsins þar sem hún starfar einmitt mikið með öðrum keppanda í mótinu. Eva er þekkt fyrir líflegan persónuleika og ætti að vera mikil stemning þegar hún stígur á svið ásamt DJ Khaled. Hjálmar Örn Jóhannsson og Alexander Veigar Þorvaldsson eru til alls líklegir í Stjörnupílunni.Stöð 2 Sport Alexander Veigar er enn einn Grindvíkingurinn sem stígur á sviðið. Alexander er 18 ára framhaldsskólanemi og hefur stundað pílu í tæp 5 ár. Alexander er eflaust ein af vonarstjörnum íslands í pílu þar sem hann hefur orðið þrisvar Íslandsmeistari unglinga. Við hentum nokkrum laufléttum spurningum á Alexander. Hraðaspurningar fyrir Alexander Veigar Fyrsta mótið í pílukasti? Íslandsmót unglinga 2016 Besti árangur? Íslandsmeistari unglinga 3 ár í röð Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Flashing lights með Kanye West Nám eða vinna? Íþrotta og lýðheilsu braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Uppáhalds matur? Önd í pönnuköku Drauma mótherji? Phil Taylor Uppáhalds íþrótt utan pílu? Körfubolti Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Hjálmar Örn Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Er í skóstærð 49,5 Hvað myndiru gera við pening sem frúin í Hamborg gaf þér? Fara til útlanda Pabbinn þetta kvöld mun standa við hlið Alexanders og er það skemmtikrafturinn, samfélagsmiðlastjarnan og hvítvínskonan Hjálmar Örn. Hjálmar er fæddur og uppalinn í River Town (Árbæ) eins og hann kallar það og er gallharður Fylkismaður. Hjálmar birtist fyrst á símum landsmanna og var þar mikið að vinna með nokkra karaktera og einn þeirra sló rækilega í gegn og er enþá mjög vinsæll og er það Hvítvínskonan. Árið 2018 steig hann sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu og lék einmitt þar með Agli Ploder, öðrum keppanda í Stjörnupílunni, í myndinni Fullir Vasar. Hjálmar var einnig á skjánum hjá landsmönnum ásamt Gumma Ben í þáttunum Þeir tveir, sem voru í sýningu á Stöð 2. Hjálmar hefur verið með miklar yfirlýsingar um sigur í mótinu og ætti þrefaldur Íslandsmeistari unglinga að aðstoða við það.
Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending)
Hraðaspurningar fyrir Alexander Veigar Fyrsta mótið í pílukasti? Íslandsmót unglinga 2016 Besti árangur? Íslandsmeistari unglinga 3 ár í röð Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Flashing lights með Kanye West Nám eða vinna? Íþrotta og lýðheilsu braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Uppáhalds matur? Önd í pönnuköku Drauma mótherji? Phil Taylor Uppáhalds íþrótt utan pílu? Körfubolti Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Hjálmar Örn Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Er í skóstærð 49,5 Hvað myndiru gera við pening sem frúin í Hamborg gaf þér? Fara til útlanda
Pílukast Tengdar fréttir Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31 Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Sjá meira
Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31
Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46