Þetta var viðburðaríkt ár í faraldfræðilegu ljósi. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna, öllu var skellt í lás, öllu var aflétt og næstum allir smituðust. Segja má að samstaðan hafi farið að rofna aðeins á árinu þar sem bareigendur, þingmenn og jafnvel ráðherrar hjóluðu í ákvarðanir sóttvarnalæknis. Veiran var svo að lokum „látin gossa“ eins og oft hafði verið rætt um.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.