Mögulega vítakeppnir í riðlum á næsta HM Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 13:00 Lionel Messi klikkaði á vítapunktinum á HM í gær en það kom ekki að sök. Mögulega verða vítaspyrnukeppnir í riðlakeppninni á næsta HM en ólíklegt er að Messi spili þar. Getty/Pawel Andrachiewicz FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, er með til skoðunar að notast við vítaspyrnukeppni verði jafntefli í leikjum í riðlakeppni á næsta heimsmeistaramóti karla, sem fram fer árið 2026. Á HM 2026 mun þátttökuþjóðum fjölga úr 32 í 48 og til stendur að spilað verði í sextán þriggja liða riðlum, þar sem tvö lið komast áfram úr hverjum riðli í 32-liða útsláttarkeppni. Þó er enn ekki útilokað að spilað verði í fjögurra liða riðlum. Ætla má að mikil hætta verði á því að lið verði jöfn að stigum í þriggja liða riðlum og því spurning hvernig best væri að skera úr um sætaröðun. The Athletic greinir frá því að ráðamenn hjá FIFA íhugi nú að notast við vítaspyrnukeppni og að sigurlið í vítaspyrnukeppni, eftir jafnteflisleik, fengi þá eitt aukastig. Miðillinn segir jafnframt að til skoðunar sé að þessar vítaspyrnukeppnir verði fyrir leik en ekki eftir leik, og segir að með því megi minnka líkur á hagræðingu úrslita. Á HM karla hafa 32 lið keppt í átta fjögurra liða riðlum frá og með HM í Frakklandi 1998 en mótið sem nú stendur yfir í Katar verður síðasta mótið með þessu fyrirkomulagi. Sætafjöldi UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á HM eykst hlutfallslega minnst í samanburði við önnur álfusambönd. Ísland mun berjast við önnur Evrópulönd um 16 laus sæti á HM í stað 13 áður. Afríka fær 9 örugg sæti, Asía 8, Suður-Ameríka 6, Norður- og mið-Ameríka 6 og Eyjaálfa 1 sæti. Sex lið, frá öllum öðrum heimsálfum en Evrópu, munu svo spila um tvö síðustu sætin í umspili. HM 2026 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Á HM 2026 mun þátttökuþjóðum fjölga úr 32 í 48 og til stendur að spilað verði í sextán þriggja liða riðlum, þar sem tvö lið komast áfram úr hverjum riðli í 32-liða útsláttarkeppni. Þó er enn ekki útilokað að spilað verði í fjögurra liða riðlum. Ætla má að mikil hætta verði á því að lið verði jöfn að stigum í þriggja liða riðlum og því spurning hvernig best væri að skera úr um sætaröðun. The Athletic greinir frá því að ráðamenn hjá FIFA íhugi nú að notast við vítaspyrnukeppni og að sigurlið í vítaspyrnukeppni, eftir jafnteflisleik, fengi þá eitt aukastig. Miðillinn segir jafnframt að til skoðunar sé að þessar vítaspyrnukeppnir verði fyrir leik en ekki eftir leik, og segir að með því megi minnka líkur á hagræðingu úrslita. Á HM karla hafa 32 lið keppt í átta fjögurra liða riðlum frá og með HM í Frakklandi 1998 en mótið sem nú stendur yfir í Katar verður síðasta mótið með þessu fyrirkomulagi. Sætafjöldi UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á HM eykst hlutfallslega minnst í samanburði við önnur álfusambönd. Ísland mun berjast við önnur Evrópulönd um 16 laus sæti á HM í stað 13 áður. Afríka fær 9 örugg sæti, Asía 8, Suður-Ameríka 6, Norður- og mið-Ameríka 6 og Eyjaálfa 1 sæti. Sex lið, frá öllum öðrum heimsálfum en Evrópu, munu svo spila um tvö síðustu sætin í umspili.
HM 2026 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira