Leyfa lögreglu að nota banvæn vélmenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Hér má sjá vélmenni sem notað er til að farga eða aftengja sprengjur. Vélmenninn sem lögreglu í San Francisco hafa fengið leyfi til að nota þjóna ekki alveg sama tilgangi. Getty Eftirlitsstjórn borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur heimilað lögregluliði borgarinnar að notast við mannskæð vélmenni. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af aðgerðarsinnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli. Bandaríkin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli.
Bandaríkin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira