Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:00 Graham Arnold og Aaron Mooy fagna eftir að Ástralir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Vísir/Getty Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“ HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“
HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01