Árið 2021 var „alger sprengja“ í rekstri Eimskips en árið í ár er „enn betra“
![Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.](https://www.visir.is/i/A3F6B3D9A9B2FD1209ECDABFD4EB510590CC598D3BFE9A01994EFAEB06B7F8FF_713x0.jpg)
Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.