Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur Bjarki Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2022 09:48 Útflutningur var helsti drifkraftur hagvaxtar á þriðja ársfjórðungi samkvæmt niðurstöðum Hagstofu. Vísir/Vilhelm Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. Undanfarnir fimm ársfjórðungar hafa einkennst af kröftugum vexti útflutnings en Hagstofan áætlar að vöxtur útflutnings hafi numið 22,9 prósent. Að miklu leyti má rekja hækkunina til útfluttrar þjónustu. Að sama skapi reyndist vöxtur innflutnings mikill og nam átján prósentum miðað við sama tíma fyrir ári síðan. Í greiningu Hagstofunnar segir að VLF á föstu verðlagi sé hærri en fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er VLF á föstu verðlagi nú 3,8 prósentum hærri en á sama tíma árið 2019. Vöxtur einkaneyslu er mikill og mælist 10,9 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Vöxtur einkaneyslu er að mestu borinn uppi af auknum útgjöldum Íslendinga erlendis sem endurspeglar mikinn fjölda þeirra sem hafa lagt land undir fót. Samdráttur mælist í nokkrum undirliðum einkaneyslunnar, til að mynda í ökutækjakaupum heimila. Vöxtur útflutnings á þriðja ársfjórðungi þessa árs er áætlaður 22,9 prósent miðað við sama tíma fyrir ári en líkt og undanfarna ársfjórðunga má aðallega rekja vöxtinn til útfluttrar þjónustu sem jókst um 45,6 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði mælist um 39,4 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um fjögur prósent af VLF samanborið við um 2,1 prósent á sama tíma í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs reyndist halli á vöruskiptajöfnuði um 70,7 milljarðar króna en um 110,1 milljarða króna afgangur á þjónustujöfnuði. Neytendur Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Undanfarnir fimm ársfjórðungar hafa einkennst af kröftugum vexti útflutnings en Hagstofan áætlar að vöxtur útflutnings hafi numið 22,9 prósent. Að miklu leyti má rekja hækkunina til útfluttrar þjónustu. Að sama skapi reyndist vöxtur innflutnings mikill og nam átján prósentum miðað við sama tíma fyrir ári síðan. Í greiningu Hagstofunnar segir að VLF á föstu verðlagi sé hærri en fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er VLF á föstu verðlagi nú 3,8 prósentum hærri en á sama tíma árið 2019. Vöxtur einkaneyslu er mikill og mælist 10,9 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Vöxtur einkaneyslu er að mestu borinn uppi af auknum útgjöldum Íslendinga erlendis sem endurspeglar mikinn fjölda þeirra sem hafa lagt land undir fót. Samdráttur mælist í nokkrum undirliðum einkaneyslunnar, til að mynda í ökutækjakaupum heimila. Vöxtur útflutnings á þriðja ársfjórðungi þessa árs er áætlaður 22,9 prósent miðað við sama tíma fyrir ári en líkt og undanfarna ársfjórðunga má aðallega rekja vöxtinn til útfluttrar þjónustu sem jókst um 45,6 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði mælist um 39,4 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um fjögur prósent af VLF samanborið við um 2,1 prósent á sama tíma í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs reyndist halli á vöruskiptajöfnuði um 70,7 milljarðar króna en um 110,1 milljarða króna afgangur á þjónustujöfnuði.
Neytendur Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira