Þetta kemur fram í skilnaðarsáttmála þeirra West og Kardashian, en upphæðin sem um ræðir samsvarar um 28,6 milljónir króna á mánuði á gengi dagsins í dag. Þau West og Kardashian munu deila umsjá með börnum sínum fjórum.
Hin 42 ára Kardashian sótti um skilnað á síðasta ári eftir átta ára hjónaband.
Fjöldi fyrirtækja – meðal annars Adidas, Gap og Balenciaga – hafa á síðustu misserum slitið tengslin við hinn 45 ára West vegna ýmissa hneykslismála honum tengdum sem snúa meðal annars að hatursorðræðu hans í garð gyðinga.
Bæði West og Kardashian hafa verið skráð einhleyp síðan í mars og hefur Kardashian fjarlægt West úr nafni sínu. Hún var hefur síðustu ár gengið undir nafninu Kim Kardashian West.
Í skilnaðargögnum, sem skilað var í inn í gær, kemur fram að þau eigi bæði að koma að stórum ákvörðunum sem snerta líf barnanna fjögurra sem nú eru níu, sex, fjögurra og þriggja ára.
West greindi frá því fyrr í vikunni að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta í Bandaríkjunum árið 2024. Hann bauð sig einnig fram árið 2020, en hlaut einungis um 70 þúsund atkvæða.