Afar sjaldgæft er að sakfellt sé fyrir þessar sakir í Bandaríkjunum. Fimm voru fyrir rétti í málinu og auk Rhodes var Kelly Meggs einnig fundin sek um tilraun til uppreisnar. Hún var á meðal þeirra sem ruddust inn í þinghúsið en Rhodes var hinsvegar fjarri en mun hafa stjórnað aðgerðum og gefið sínu liði fyrirmæli.
Þau Rhodes og Meggs gætu nú átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist en dómari á eftir að ákvarða refsingu. Hinir þrír sem voru ákærður fengu hinsvegar sýknudóma þegar kom að tilraun til uppreisnar, en öll voru þau fundin sek um að reyna að koma í veg fyrir opinbera athöfn.
Alls hafa um 900 manns frá nær öllum ríkjum Bandaríkjanna verið handteknir í tengslum við uppþotið og árásina á þinghúsið.