Fótbolti

Fór illa með stelpurnar okkar en fær nú að skrifa söguna á HM karla í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar trúa því ekki þegar Stephanie Frappart lyftir rauða spjaldinu og sendir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur mjög ósánngjarnt í sturtu.
Íslensku stelpurnar trúa því ekki þegar Stephanie Frappart lyftir rauða spjaldinu og sendir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur mjög ósánngjarnt í sturtu. Getty/Octavio Passos

Við Íslendingar erum kannski ekki enn búin að fyrirgefa slaka frammistöðu dómarans Stéphanie Frappart í umspilsleiknum á móti Portúgal á dögunum en á morgun skrifar hún nýjan kafla í sögu heimsmeistaramóts karla.

Frappart verður þá fyrsta konan til að dæma leik á HM karla þegar hún verður með flautuna í leik Þýskalands og Kosta Ríka í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.

Frappart verður ekki eina konan sem verður að störfum í þessum leik því Neuza Back og Karen Diaz verða aðstoðardómarar hennar í leiknum. Frappart er 38 ára Frakki en Neuza er frá Brasolíu og Diaz er frá Mexíkó.

Salima Mukansanga frá Rúanda og Yamashita Yoshimi frá Japan eru tvær konur til viðbótar í dómarahópnum á HM í Katar en hafa ekki enn fengið leik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Frappart skrifar kafla í fótboltasöguna á sínum dómaraferli. Hún var einnig fyrsta konan til að dæma leik í frönsku karladeildoinni, í Meistaradeild karla, í Evrópudeild karla, í Ofurbikar UEFA og í undankeppni HM karla í Evrópu.

Frammistaða Frappart í umspilsleik Íslands og Portúgals í baráttu um sæti á HM næsta sumar er íslensku knattspyrnuáhugafólki enn í fersku minni. Frappart átti þar mjög slakan leik og rak Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur mjög ósanngjarnt út af vellinum.


Tengdar fréttir

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“

Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.

Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×