Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 20:10 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar. Hafnarfjarðarbær Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira