Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 21:01 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira