Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 13:49 Fjölbreyttasta vistkerfi heims er að finna í kringum Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu. Það er sérstaklega viðkvæmt fyrir þeim breytingum sem menn valda nú á loftslags jarðar og sjónum. AP/Sam McNeil Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún. Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún.
Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00