Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 11:53 Mike Pence er sagður hyggja á mótframboð gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Lynne Sladky Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira