„Góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2022 10:30 Nökkvi Fjalar hefur komið sér vel fyrir í London þar sem hann rekur fyrirtækið Swipe. Áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar ákvað að fara með fyrirtækið Swipe Media í útrás fyrir ári síðan. 30 milljón manns fylgja áhrifavöldum á skrá fyrirtækisins sem fer ört stækkandi. Elísabet Inga hitti Nökkva í Lundúnum á dögunum og ræddi við hann um ævintýrið og umtalið. Nökkvi er eigandi Swipe ásamt Gunnari Birgissyni og Alexöndru Sól Ingvarsdóttur en fyrirtækið er umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda. „Þetta byrjaði sem skemmtilegt verkefni fyrir sex árum síðan að aðstoða áhrifavalda á Íslandi að mæta þörfum þeirra og aðstoða þá að gera viðskiptatækifæri út úr þeirra áhrifum. Núna erum við komin út til London og farin að vinna með áhrifavöldum út um allan heim,“ segir Nökkvi og heldur áfram. „Okkar helsti fókus er að aðstoða fólk við að semja við fyrirtæki, aðstoða við markmið þeirra og að ná til sem flestra.“ Heimsþekktir áhrifavaldar eru á skrá hjá þessu íslenska fyrirtæki. Nökkvi hefur verið áberandi allt frá því að hann var í 12:00 hópnum í Verslunarskólanum sem framleiðir skemmtiefni gefið út af skólanum. Hann var landsþekktur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. „Það sem ég tók svona þokkalega snemma í Áttunni er að mér þótti mun skemmtilegra að aðstoða fólk við það sem því langaði að gera. Það þróaðist út í það að hjálpa öðrum áhrifavöldum við það sem þeim langaði að gera. Swipe varð í rauninni til út frá því. Ég held að það sé bara mjög góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig,“ segir Nökkvi sem hefur sjálfur fengið sinn skerf af umtali t.d. þegar hann ákvað að þiggja ekki bólusetningu gegn Covid-19. „Greinar sem voru skrifaður og athugasemdir um mig, það var frábært fyrir mig að fara í gegnum þennan skóla sjálfur. Þetta hjálpaði mér í raun að verða enn betri rekstraraðili eða umboðsaðili eða hvað sem maður getur kallað þetta.“ Nökkvi segir að það séu gríðarlega miklir peningar í heimi áhrifavalda. „Þetta er rosalega stór markaður. Það er hægt að gera gott úr þessu og rúmlega það fyrir einstaklinga sem gera þetta vel.“ Swipe hefur að undanförnu landað samningum við stór fyrirtæki á borð við Netflix, Amazon og Fortnite en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Nökkvi er eigandi Swipe ásamt Gunnari Birgissyni og Alexöndru Sól Ingvarsdóttur en fyrirtækið er umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda. „Þetta byrjaði sem skemmtilegt verkefni fyrir sex árum síðan að aðstoða áhrifavalda á Íslandi að mæta þörfum þeirra og aðstoða þá að gera viðskiptatækifæri út úr þeirra áhrifum. Núna erum við komin út til London og farin að vinna með áhrifavöldum út um allan heim,“ segir Nökkvi og heldur áfram. „Okkar helsti fókus er að aðstoða fólk við að semja við fyrirtæki, aðstoða við markmið þeirra og að ná til sem flestra.“ Heimsþekktir áhrifavaldar eru á skrá hjá þessu íslenska fyrirtæki. Nökkvi hefur verið áberandi allt frá því að hann var í 12:00 hópnum í Verslunarskólanum sem framleiðir skemmtiefni gefið út af skólanum. Hann var landsþekktur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. „Það sem ég tók svona þokkalega snemma í Áttunni er að mér þótti mun skemmtilegra að aðstoða fólk við það sem því langaði að gera. Það þróaðist út í það að hjálpa öðrum áhrifavöldum við það sem þeim langaði að gera. Swipe varð í rauninni til út frá því. Ég held að það sé bara mjög góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig,“ segir Nökkvi sem hefur sjálfur fengið sinn skerf af umtali t.d. þegar hann ákvað að þiggja ekki bólusetningu gegn Covid-19. „Greinar sem voru skrifaður og athugasemdir um mig, það var frábært fyrir mig að fara í gegnum þennan skóla sjálfur. Þetta hjálpaði mér í raun að verða enn betri rekstraraðili eða umboðsaðili eða hvað sem maður getur kallað þetta.“ Nökkvi segir að það séu gríðarlega miklir peningar í heimi áhrifavalda. „Þetta er rosalega stór markaður. Það er hægt að gera gott úr þessu og rúmlega það fyrir einstaklinga sem gera þetta vel.“ Swipe hefur að undanförnu landað samningum við stór fyrirtæki á borð við Netflix, Amazon og Fortnite en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira