Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 08:44 Oddur segist íhuga á hverjum degi að hætta sem læknir vegna álags. Hann segist finna mikinn mun á þeim væntingum sem fólk hafi til lækna eftir faraldur kórónuveirunnar. Þeir eiga helst að lækna kvef og það strax. Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. Oddur, sem er búsettur á höfuðborgarsvæðinu en stendur vaktina reglulega á Vesturlandi og Vestfjörðum, birti á dögunum færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræddi stöðuna í heilbrigðiskerfinu og skort á starfsfólki. Í samtali við Vísi segir Oddur að samræmdri símsvörun sé ætlað að draga úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk. Þrátt fyrir það hafi hann verið vakinn tvívegis undanfarna viku, þá á sólarhringsvakt á heilbrigðisstofnun úti á landi, vegna atvika sem hann flokkar ekki beint sem neyðartilvik. Annars vegar hafi verið um að ræða hægðatregðu og hins vegar vegna fólks í uppnámi eftir rifrildi. Vakinn vegna rifrildis „Ég var vakinn klukkan sex um morgun vegna fólks sem hafði verið að rífast. Þau voru í tilfinningalegu uppnámi, þeim leið ekki vel. Þau hringdu í Neyðarlínuna án nokkurra líkamlegra meiðsla og vildu fá sjúkrabíl.“ Oddur segist hafa neitað að senda sjúkrabíl en Neyðarlínuvörður hafi þó á endanum gert það. „Út af tveimur manneskjum að rífast. Og það var komið með þau á sjúkrahúsið til mín til læknisskoðunar. Filterinn, bæði hjá fólki og símsvörunin hjá Neyðarlínunni, er rosalega lítill.“ Rauðvínspóstar í gegnum Heilsuveru Talið berst að skilaboðum sem berast læknum í gegnum Heilsuveru. Hann segir margar ótrúlegar fyrirspurnir koma þaðan. Hann nefnir nýlega grein í Læknablaðinu, eftir Odd Steinarsson, sem þar svokölluðum rauðvínspóstum sem læknar fá reglulega er lýst. „Fólk er á laugardagskvöldi, eða sunnudagskvöldi, í glasi, og finnst sniðugt að senda læknum skilaboð um eitthvað algjörlega óviðkomandi einhvers konar meðferðarsambandi. Næstum því hvaða tegund af rauðvíni smakkast best.“ Oddur Þórarinsson er læknir og lögfræðingurAðsend Oddur segir lækna að sjálfsögðu reyna að svara öllum kurteisislega en þetta sé mikið auka álag. „Réttur sjúklinga er svo skýr, ef þeir myndu ekki svara þá kæmi bara kvörtun um leið.“ Sex af þrjátíu farin í langt veikindaleyfi Hann segir tölvukerfið sömuleiðis hafa snúist upp í andhverfu sína. Það sem var hannað til að létta undir hafi aukið álagið svo um muni. Það þurfi samtakamátt lækna til að skilgreina betur hverju þeir eigi að sinna, og hvaða verkefnum þeir eigi ekki að sinna. „Við erum orðin veikindaskráning fyrir fyrirtæki alls staðar að á landinu, starfsfólk hringir og vill veikindavottorð fyrir einn eða tvo daga. Við erum orðin skráning fyrir slysabótalögmenn í mjög ríkum mæli.“ Fólk er að koma sem er ekkert slasað en rann kannski í hálku og vill láta skrá það ef eitthvað kæmi upp seinna. Oddur segir engin vinnuverndarsjónarmið heilbrigðisstarfsfólks í gangi. „Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna og hjúkrunarfræðinga er að tæmast núna, út af fólki með stuttan starfsaldur í þessum geira sem er að fara í kulnun og er að detta út af vinnumarkaði. Af um 30 læknum sem útskrifuðst árið 2010 eru 6 farnir í langt veikindaleyfi.“ Oddur birti pistil um málið á Facebook Oddur segir að meðan ástandið sé svona fái fólk sem raunverulega sé veikt ekki þann tíma og athygli sem það þurfi. „Við getum ekki sinnt því af natni og kostgæfni. Á meðan við þurfum að standa í þessu erum við að skera niður tíma fólks sem þyrfti meiri tíma og nákvæmari skoðun. Fullfrískt fólk með kvef hringir grimmt Oddur segir mikinn mun á þeim væntingum sem fólk hafi til lækna eftir covid. Þeir eiga helst að lækna kvef og það strax. „Almannavarnafundir hafa undanfarin tvö ár sagt fólki að hringja ef það fær kvef. Fólk hefur fullkomnlega óraunhæfar væntingar um að við læknar getum læknað kvef. Það vill að læknirinn geri eitthvað í þessu, bara lagi þetta og helst vill það vera orðið gott bara á morgun. Það þarf að stilla barometer fólks fyrir veikindum upp á nýtt eftir Covid. Ástandið var mjög þægilegt fyrir hluta þjóðarinnar sem gat bara verið heima þegar það fékk smá kvef. Það eru margir sem vilja halda því áfram.“ Ástandið eins á öllu landinu Oddur starfar bæði sjúkrahúsinu á Patreksfirði og á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hann segir að engin spurning sé um að ástandið sé eins alls staðar á landinu. Þá nefnir hann ítrekuð dæmi á Vesturlandi þar sem heilu héröðin hafa verið læknalaus, til dæmis í Ólafsvík og í Borgarnesi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands.vísir/vilhelm „Embætti landlæknis hefur verið að skoða þetta. Það er bara vegna álags sem fólk er ekki tilbúið að vinna þessi störf. Héraðslækningar í dag virðast í mörgum tilfellum vera sólarhringsvakt sem fólk heldur að það hafi aðgang að allan lækninum allan sólarhringinn. Þannig að það hringir út af öllum andskotanum hvenær sem er sólarhringsins.“ Íhugar á hverjum degi að hætta Oddur segist íhuga á hverjum degi að hætta. „Ég held að það séu mjög margir í sömu sporum og ég, sem sjá ekki fyrir sér að vera enn í stéttinni eftir fimm ár, og líklega ekki einu sinni eftir þrjú ár. Þetta álag veldur því að það er engin starfsánægja lengur. Þú nærð ekki að eiga góð samskipti hvorki við samstarfsmenn né sjúklinga, sem láta þér líða vel og fá ánægju út úr vinnunni. Við erum bara alltaf að slökkva bál út um allt.“ Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Vinnumarkaður Vesturbyggð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Oddur, sem er búsettur á höfuðborgarsvæðinu en stendur vaktina reglulega á Vesturlandi og Vestfjörðum, birti á dögunum færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræddi stöðuna í heilbrigðiskerfinu og skort á starfsfólki. Í samtali við Vísi segir Oddur að samræmdri símsvörun sé ætlað að draga úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk. Þrátt fyrir það hafi hann verið vakinn tvívegis undanfarna viku, þá á sólarhringsvakt á heilbrigðisstofnun úti á landi, vegna atvika sem hann flokkar ekki beint sem neyðartilvik. Annars vegar hafi verið um að ræða hægðatregðu og hins vegar vegna fólks í uppnámi eftir rifrildi. Vakinn vegna rifrildis „Ég var vakinn klukkan sex um morgun vegna fólks sem hafði verið að rífast. Þau voru í tilfinningalegu uppnámi, þeim leið ekki vel. Þau hringdu í Neyðarlínuna án nokkurra líkamlegra meiðsla og vildu fá sjúkrabíl.“ Oddur segist hafa neitað að senda sjúkrabíl en Neyðarlínuvörður hafi þó á endanum gert það. „Út af tveimur manneskjum að rífast. Og það var komið með þau á sjúkrahúsið til mín til læknisskoðunar. Filterinn, bæði hjá fólki og símsvörunin hjá Neyðarlínunni, er rosalega lítill.“ Rauðvínspóstar í gegnum Heilsuveru Talið berst að skilaboðum sem berast læknum í gegnum Heilsuveru. Hann segir margar ótrúlegar fyrirspurnir koma þaðan. Hann nefnir nýlega grein í Læknablaðinu, eftir Odd Steinarsson, sem þar svokölluðum rauðvínspóstum sem læknar fá reglulega er lýst. „Fólk er á laugardagskvöldi, eða sunnudagskvöldi, í glasi, og finnst sniðugt að senda læknum skilaboð um eitthvað algjörlega óviðkomandi einhvers konar meðferðarsambandi. Næstum því hvaða tegund af rauðvíni smakkast best.“ Oddur Þórarinsson er læknir og lögfræðingurAðsend Oddur segir lækna að sjálfsögðu reyna að svara öllum kurteisislega en þetta sé mikið auka álag. „Réttur sjúklinga er svo skýr, ef þeir myndu ekki svara þá kæmi bara kvörtun um leið.“ Sex af þrjátíu farin í langt veikindaleyfi Hann segir tölvukerfið sömuleiðis hafa snúist upp í andhverfu sína. Það sem var hannað til að létta undir hafi aukið álagið svo um muni. Það þurfi samtakamátt lækna til að skilgreina betur hverju þeir eigi að sinna, og hvaða verkefnum þeir eigi ekki að sinna. „Við erum orðin veikindaskráning fyrir fyrirtæki alls staðar að á landinu, starfsfólk hringir og vill veikindavottorð fyrir einn eða tvo daga. Við erum orðin skráning fyrir slysabótalögmenn í mjög ríkum mæli.“ Fólk er að koma sem er ekkert slasað en rann kannski í hálku og vill láta skrá það ef eitthvað kæmi upp seinna. Oddur segir engin vinnuverndarsjónarmið heilbrigðisstarfsfólks í gangi. „Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna og hjúkrunarfræðinga er að tæmast núna, út af fólki með stuttan starfsaldur í þessum geira sem er að fara í kulnun og er að detta út af vinnumarkaði. Af um 30 læknum sem útskrifuðst árið 2010 eru 6 farnir í langt veikindaleyfi.“ Oddur birti pistil um málið á Facebook Oddur segir að meðan ástandið sé svona fái fólk sem raunverulega sé veikt ekki þann tíma og athygli sem það þurfi. „Við getum ekki sinnt því af natni og kostgæfni. Á meðan við þurfum að standa í þessu erum við að skera niður tíma fólks sem þyrfti meiri tíma og nákvæmari skoðun. Fullfrískt fólk með kvef hringir grimmt Oddur segir mikinn mun á þeim væntingum sem fólk hafi til lækna eftir covid. Þeir eiga helst að lækna kvef og það strax. „Almannavarnafundir hafa undanfarin tvö ár sagt fólki að hringja ef það fær kvef. Fólk hefur fullkomnlega óraunhæfar væntingar um að við læknar getum læknað kvef. Það vill að læknirinn geri eitthvað í þessu, bara lagi þetta og helst vill það vera orðið gott bara á morgun. Það þarf að stilla barometer fólks fyrir veikindum upp á nýtt eftir Covid. Ástandið var mjög þægilegt fyrir hluta þjóðarinnar sem gat bara verið heima þegar það fékk smá kvef. Það eru margir sem vilja halda því áfram.“ Ástandið eins á öllu landinu Oddur starfar bæði sjúkrahúsinu á Patreksfirði og á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hann segir að engin spurning sé um að ástandið sé eins alls staðar á landinu. Þá nefnir hann ítrekuð dæmi á Vesturlandi þar sem heilu héröðin hafa verið læknalaus, til dæmis í Ólafsvík og í Borgarnesi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands.vísir/vilhelm „Embætti landlæknis hefur verið að skoða þetta. Það er bara vegna álags sem fólk er ekki tilbúið að vinna þessi störf. Héraðslækningar í dag virðast í mörgum tilfellum vera sólarhringsvakt sem fólk heldur að það hafi aðgang að allan lækninum allan sólarhringinn. Þannig að það hringir út af öllum andskotanum hvenær sem er sólarhringsins.“ Íhugar á hverjum degi að hætta Oddur segist íhuga á hverjum degi að hætta. „Ég held að það séu mjög margir í sömu sporum og ég, sem sjá ekki fyrir sér að vera enn í stéttinni eftir fimm ár, og líklega ekki einu sinni eftir þrjú ár. Þetta álag veldur því að það er engin starfsánægja lengur. Þú nærð ekki að eiga góð samskipti hvorki við samstarfsmenn né sjúklinga, sem láta þér líða vel og fá ánægju út úr vinnunni. Við erum bara alltaf að slökkva bál út um allt.“
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Vinnumarkaður Vesturbyggð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira