Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:37 Þórdís Kolbrún ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu frá Kænugarði í kvöld. Skjáskot Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra. Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra.
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21