Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 11:53 Verkefnin hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði hinsegin málefna. Vísir/Vilhelm Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira