Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda hússins, vinstra megin á myndinni. Vísir Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali. Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali.
Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30