Byggja sjóböð í Önundarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2022 09:02 Svona líta teikningarnar sem kynntar voru íbúum á svæðinu út. Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum. Sjóböðin verða byggð af eignarhaldsfélaginu Blævængi ehf. í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og arkitektúrstofuna Sen&Son. Næstu skref í þróun verkefnisins eru náttúrufarsgreining og deiliskipulag svæðisins. „Böðin byggja á sjálfbærri nýtingu á varmaorku úr sjó, einstakri náttúrufegurð og þessari dásamlegu gullnu skeljasandsfjöru sem nú þegar er miðstöð sjóbaða á norðanverðum Vestfjörðum. Nálgun okkar er nærfærin á þann hátt að byggingin og böðin eru hönnuð inn í umhverfið og verða hluti af því,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra verkefnisins, í tilkynningu. Pottar, laugar, gufuböð og fleira verða á svæðinu. Tvær bryggjur munu liggja frá lauginni um fjöruna í sjóinn. Annars vegar verður stígur tengdur stuttri flotbryggju og hinsvegar ný löng trébryggja út í fjörðinn þar sem gestir geta farið í stóran heitan pott á bryggjusporðinum. Til að hita upp sturtur, laug og potta hefur Efla unnið tillögur á því að vinna varmaorku úr sjónum. Sjávarhitinn verður nýttur sem orkugjafi og sjónum dælt um sérstaka varmadælu. Í tilkynningunni segir að verkefnið feli því í sér nýsköpun hvað varðar orkuvinnslu á köldum svæðum. Ásamt laugum, pottum og baðströndinni verða veitingastaður, gufuböð, snyrti- og nuddstofa. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Flateyrar og verður markaðssett undir heitinu Hvítisandur sem er gamalt örnefni fyrir svæðið. vísir Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Sjóböðin verða byggð af eignarhaldsfélaginu Blævængi ehf. í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og arkitektúrstofuna Sen&Son. Næstu skref í þróun verkefnisins eru náttúrufarsgreining og deiliskipulag svæðisins. „Böðin byggja á sjálfbærri nýtingu á varmaorku úr sjó, einstakri náttúrufegurð og þessari dásamlegu gullnu skeljasandsfjöru sem nú þegar er miðstöð sjóbaða á norðanverðum Vestfjörðum. Nálgun okkar er nærfærin á þann hátt að byggingin og böðin eru hönnuð inn í umhverfið og verða hluti af því,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra verkefnisins, í tilkynningu. Pottar, laugar, gufuböð og fleira verða á svæðinu. Tvær bryggjur munu liggja frá lauginni um fjöruna í sjóinn. Annars vegar verður stígur tengdur stuttri flotbryggju og hinsvegar ný löng trébryggja út í fjörðinn þar sem gestir geta farið í stóran heitan pott á bryggjusporðinum. Til að hita upp sturtur, laug og potta hefur Efla unnið tillögur á því að vinna varmaorku úr sjónum. Sjávarhitinn verður nýttur sem orkugjafi og sjónum dælt um sérstaka varmadælu. Í tilkynningunni segir að verkefnið feli því í sér nýsköpun hvað varðar orkuvinnslu á köldum svæðum. Ásamt laugum, pottum og baðströndinni verða veitingastaður, gufuböð, snyrti- og nuddstofa. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Flateyrar og verður markaðssett undir heitinu Hvítisandur sem er gamalt örnefni fyrir svæðið. vísir
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira