Kudus hetja Gana sem lifði af kjaftshöggið Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2022 15:02 Mohammed Kudus sendir skilaboð í myndatökuvélina eftir að hafa komið Gana í 3-2. Getty/Ercin Erturk Gana fékk sín fyrstu stig í H-riðli HM karla í fótbolta þegar liðið vann Suður-Kóreu, 3-2, í bráðfjörugum leik í Katar í dag. Hinn 22 ára gamli Mohammed Kudus, leikmaður Ajax í Hollandi, reyndist hetja Gana en hann skoraði tvö mörk og þar á meðal sigurmarkið á 68. mínútu, skömmu eftir að Kóreumenn höfðu skorað tvö mörk á þremur mínútum og jafnað metin. Kóreumenn eru ekki úr leik en þurfa að ná sigri gegn Portúgal í lokaumferð riðilsins á föstudaginn. Þeir eru með eitt stig eftir jafnteflið við Úrúgvæ í fyrsta leik. Gana hafði tapað 3-2 gegn Portúgal í fyrsta leik og er útlit fyrir úrslitaleik liðsins við Úrúgvæ um að komast í 16-liða úrslitin. Portúgal og Úrúgvæ mætast í kvöld. Gana var 2-0 yfir gegn Suður-Kóreu í dag eftir að Mohammed Slaisu og Kudus höfðu skorað, báðir eftir undirbúning Jordan Ayew. Á þriggja mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik tókst Kóreumönnum hins vegar að jafna þegar Cho Gue-sung skoraði tvisvar í röð með skalla, eftir fyrirgjafir frá vinstri. Cho Gue-sung fagnar eftir að hafa jafnað metin með tveimur skallamörkum á þremur mínútum.Getty/Alex Grimm Ganverjar, og allra síst Kudus, létu þetta kjaftshögg ekki slá sig út af laginu og Kudus skoraði lokamark leiksins skömmu síðar með skoti úr teignum eftir að liðsfélagi hans, Inaki Williams, hitti ekki boltann. Kóreumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði og voru afar illir út í dómara leiksins þegar hann flautaði af eftir tíu mínútna uppbótartíma. Paulo Bento þjálfari þeirra fékk að líta rauða spjaldið en hélt samt áfram að hella úr skálum reiði sinnar í drjúgan tíma og á væntanlega yfir höfði sér refsingu. HM 2022 í Katar
Gana fékk sín fyrstu stig í H-riðli HM karla í fótbolta þegar liðið vann Suður-Kóreu, 3-2, í bráðfjörugum leik í Katar í dag. Hinn 22 ára gamli Mohammed Kudus, leikmaður Ajax í Hollandi, reyndist hetja Gana en hann skoraði tvö mörk og þar á meðal sigurmarkið á 68. mínútu, skömmu eftir að Kóreumenn höfðu skorað tvö mörk á þremur mínútum og jafnað metin. Kóreumenn eru ekki úr leik en þurfa að ná sigri gegn Portúgal í lokaumferð riðilsins á föstudaginn. Þeir eru með eitt stig eftir jafnteflið við Úrúgvæ í fyrsta leik. Gana hafði tapað 3-2 gegn Portúgal í fyrsta leik og er útlit fyrir úrslitaleik liðsins við Úrúgvæ um að komast í 16-liða úrslitin. Portúgal og Úrúgvæ mætast í kvöld. Gana var 2-0 yfir gegn Suður-Kóreu í dag eftir að Mohammed Slaisu og Kudus höfðu skorað, báðir eftir undirbúning Jordan Ayew. Á þriggja mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik tókst Kóreumönnum hins vegar að jafna þegar Cho Gue-sung skoraði tvisvar í röð með skalla, eftir fyrirgjafir frá vinstri. Cho Gue-sung fagnar eftir að hafa jafnað metin með tveimur skallamörkum á þremur mínútum.Getty/Alex Grimm Ganverjar, og allra síst Kudus, létu þetta kjaftshögg ekki slá sig út af laginu og Kudus skoraði lokamark leiksins skömmu síðar með skoti úr teignum eftir að liðsfélagi hans, Inaki Williams, hitti ekki boltann. Kóreumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði og voru afar illir út í dómara leiksins þegar hann flautaði af eftir tíu mínútna uppbótartíma. Paulo Bento þjálfari þeirra fékk að líta rauða spjaldið en hélt samt áfram að hella úr skálum reiði sinnar í drjúgan tíma og á væntanlega yfir höfði sér refsingu.