Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 09:04 154 nemendur eru nú í flugnámi hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira
Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira