Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 09:04 Heiða Ingimarsdóttir, sem þarf að flytja með fjölskyldu sína og hundinn suður yfir jól- og áramót en hún er komin rúmlega átta mánuði á leið. Fjölskyldan býr í Fellabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina. Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða. Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða.
Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira