Erlent

Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu

Samúel Karl Ólason skrifar
O vann meðal annars Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í Squid Game.
O vann meðal annars Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í Squid Game.

Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum.

Konan sem sakað hefur O um að hafa káfað á sér kærði hann fyrst í desember í fyrra. Málinu var þó lokað í apríl en saksóknarar opnuðu það á nýjan leik að beiðni hins meinta fórnarlambs, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni.

O hefur ekki verið handtekinn og eins og áður segir hefur hann neitað þessum ásökunum.

Sky segir að menningarráðuneyti Suður-Kóreu hafi tekið auglýsingar sem O lék í úr birtingu eftir að ákæran var opinberuð.

Squid Game eru vinsælustu þættirnir sem sýndir hafa verið á Netflix. Í Squid Game eru 456 skuldsettar og örvæntingarfullar manneskjur fengnar til að taka þátt í leik þar sem þær geta unnið gífurlegt magn peninga. Fólkið er látið spila þekkta barnaleiki í Suður-Kóreu þar sem tap þýðir grimmilegur dauði.

Sjá einnig: Barnaleikir eru dauðans alvara

O vann meðal annars Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í Squid Game.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×