Engar skaðabætur vegna uppsagnar eftir hótanir barnsföður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 15:16 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað skaðabótakröfu konu sem sagt var upp störfum vegna þess að barnsfaðir hennar hótaði samstarfsmanni hennar ítrekað og á alvarlegan hátt. Fyrirtækið mat það svo að konan hafi rofið trúnað um samskiptasamning sem gerður var á milli hennar og samstarfsmanns hennar. Konunni var sagt upp störfum sem verkefnastjóra hjá ótilgreindu fyrirtæki í Reykjavík. Á síðasta ári var henni sagt upp störfum á þeim grundvelli að hún hefði gerst sek um trúnaðarbrot með því að virða ekki samskiptasamning við annan starfsmann fyrirtækisins. Í dómi héraðsdóms segir að umræddur samningur hafi verið gerður árið 2020 vegna atviks sem kom upp í gleðskap starfsmanna fyrirtækisins í heimahúsi árið áður. Samningurinn var gerður eftir að konan taldi sig orðið fyrir áreitni af hálfu samstarfsmannsins. Samstarfið gekk vel framan af Rakið er í dómnum að samstarf þeirra tveggja hafi gengið vel í þrettán mánuði eftir að umræddur samningur var undirritaður. Á síðasta ári barst samstarfsmanninum hins vegar skilaboð frá barnsföður konunnar þar sem hann var krafinn um greiðslu peninga vegna málsins auk þess sem að honum var hótað líkamsmeiðingum. Svo virðist sem að barnsfaðirinn hafi ítrekað sent manninum skilaboð en í dómi Héraðsdóms segir að skilaboðin hafi „að geyma mjög grófar og alvarlegar hótanir um líkamsmeiðingar gagnvart fjölskyldu hans, eiginkonu, börnum og foreldrum ef greiðslur verði ekki inntar af hendi.“ Örlagaríkur fundur Kvartaði samstarfsmaðurinn yfir því við forráðamann fyrirtækisins. Var konan því boðuð á fund til þess að fara yfir þá stöðu sem upp var komin á vinnustaðnum. Nokkrum klukkustundum eftir að þeim fundi lauk bárust enn frekari hótanir til samstarfsmannsins frá barnsföður konunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að skilaboðin væru þess eðlis að konan hefði veitt barnsföður sínum trúnaðarupplýsingar af fundinum. Fyrir dómi sagðist framkvæmdastjórinn þá hafa litið svo á að umræddar hótanir hefðu ekki aðeins sett samstarfsmanninn í hættu heldur starfsemi fyrirtækisins. Hafði hann þá talið að ekki kæmi til greina að konan starfaði áfram hjá fyrirtækinu. Því hafi verið ákveðið að segja henni upp störfum. Hafi aðeins hringt til að biðja hann um að hætta hótunum Konan taldi að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Umræddar hótanir hafi verið henni óviðkomandi og ekki settar fram fyrir hennar tilstilli eða vilja. Háttsemi hennar að hringja í barnsföður hennar, upplýsa hann um að hún hafi heyrt af hótunum hans og beiðni um að láta af þeim gæti ekki fallist undir skilyrði riftunar ráðningarsambands hennar og fyrirtækisins. Krafðist hún þess að fá greiddar rúmlega þrjár milljónir krína vegna ógreiddra launa auk tíu milljónir króna í skaðabætur. Fyrirtækið krafðist sýknu í málinu og byggði það á því að um hafi verið að ræða alvarlegar hótanir. Þá hélt fyrirtækið því fram fyrir dómi að aldrei hafi staðið til að segja konuninni upp á umræddum fundi sem minnst var á hér að ofan. Markmiðið hafi verið að fá hana til samvinnu um lausn á því vandamáli sem hótanir barnsföður hennar væru. Eftir að hótanir bárust skömmu eftir fundinn sem báru það með sér að konan hefði veitt barnsföður hennar upplýsingar um það sem fram kom á fundinum hafi ekki verið annað í stöðunni en að segja konunni upp. Gat ekki gefið trúverðugar skýringar Í dómi Héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar í málinu að konan hafi hafi á þessum tíma, rúmu ári eftir gerð samskiptasamnings, rætt við barnsföður sinn um atvikið með þeim hætti að hann taldi sig ítrekað þurfa að senda samstarfsmanni stefnanda alvarlegar hótanir, meðal annarrs um líkamsmeiðingar. Engin trúverðug skýring hafi komið fram af hálfu hennar hvers vegna svo „heiftúðug skilaboð“ tóku skyndilega að berast frá barnsföður hennar sem hún var í samskiptum við á sama tíma þegar svo langur tími var liðinn frá atvikinu. Ekki hafi hún aðeins gert samkomulag um að ræða ekki við óviðkomandi um atvikið sem sátt hafði verið gerð um heldur verði að telja í ljósi grófleika hótananna og tímasetningu þeirra ótrúverðugt að hún hafi ekki rætt það sérstaklega við barnsföður sinn. Ásamt því að greina honum efnislega frá fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem málið var rætt. Þar með beri hún ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hóf að senda umræddar hótanir, þó ekkert verði fullyrt um hvort henni hafi verið kunnugt um efni þeirra. „Þegar atvik málsins eru metin heildstætt, atburðarásin og alvarleiki þeirra hótana sem höfðu borist, ásamt broti stefnanda á samskiptasamningnum, verður að telja að svo alvarleg staða hafi verið komin upp í starfsemi stefnda að honum hafi verið rétt að rifta ráðningarsamningi sínum við stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms sem sýknaði fyrirtækið af kröfum konunnar. Dómsmál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Konunni var sagt upp störfum sem verkefnastjóra hjá ótilgreindu fyrirtæki í Reykjavík. Á síðasta ári var henni sagt upp störfum á þeim grundvelli að hún hefði gerst sek um trúnaðarbrot með því að virða ekki samskiptasamning við annan starfsmann fyrirtækisins. Í dómi héraðsdóms segir að umræddur samningur hafi verið gerður árið 2020 vegna atviks sem kom upp í gleðskap starfsmanna fyrirtækisins í heimahúsi árið áður. Samningurinn var gerður eftir að konan taldi sig orðið fyrir áreitni af hálfu samstarfsmannsins. Samstarfið gekk vel framan af Rakið er í dómnum að samstarf þeirra tveggja hafi gengið vel í þrettán mánuði eftir að umræddur samningur var undirritaður. Á síðasta ári barst samstarfsmanninum hins vegar skilaboð frá barnsföður konunnar þar sem hann var krafinn um greiðslu peninga vegna málsins auk þess sem að honum var hótað líkamsmeiðingum. Svo virðist sem að barnsfaðirinn hafi ítrekað sent manninum skilaboð en í dómi Héraðsdóms segir að skilaboðin hafi „að geyma mjög grófar og alvarlegar hótanir um líkamsmeiðingar gagnvart fjölskyldu hans, eiginkonu, börnum og foreldrum ef greiðslur verði ekki inntar af hendi.“ Örlagaríkur fundur Kvartaði samstarfsmaðurinn yfir því við forráðamann fyrirtækisins. Var konan því boðuð á fund til þess að fara yfir þá stöðu sem upp var komin á vinnustaðnum. Nokkrum klukkustundum eftir að þeim fundi lauk bárust enn frekari hótanir til samstarfsmannsins frá barnsföður konunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að skilaboðin væru þess eðlis að konan hefði veitt barnsföður sínum trúnaðarupplýsingar af fundinum. Fyrir dómi sagðist framkvæmdastjórinn þá hafa litið svo á að umræddar hótanir hefðu ekki aðeins sett samstarfsmanninn í hættu heldur starfsemi fyrirtækisins. Hafði hann þá talið að ekki kæmi til greina að konan starfaði áfram hjá fyrirtækinu. Því hafi verið ákveðið að segja henni upp störfum. Hafi aðeins hringt til að biðja hann um að hætta hótunum Konan taldi að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Umræddar hótanir hafi verið henni óviðkomandi og ekki settar fram fyrir hennar tilstilli eða vilja. Háttsemi hennar að hringja í barnsföður hennar, upplýsa hann um að hún hafi heyrt af hótunum hans og beiðni um að láta af þeim gæti ekki fallist undir skilyrði riftunar ráðningarsambands hennar og fyrirtækisins. Krafðist hún þess að fá greiddar rúmlega þrjár milljónir krína vegna ógreiddra launa auk tíu milljónir króna í skaðabætur. Fyrirtækið krafðist sýknu í málinu og byggði það á því að um hafi verið að ræða alvarlegar hótanir. Þá hélt fyrirtækið því fram fyrir dómi að aldrei hafi staðið til að segja konuninni upp á umræddum fundi sem minnst var á hér að ofan. Markmiðið hafi verið að fá hana til samvinnu um lausn á því vandamáli sem hótanir barnsföður hennar væru. Eftir að hótanir bárust skömmu eftir fundinn sem báru það með sér að konan hefði veitt barnsföður hennar upplýsingar um það sem fram kom á fundinum hafi ekki verið annað í stöðunni en að segja konunni upp. Gat ekki gefið trúverðugar skýringar Í dómi Héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar í málinu að konan hafi hafi á þessum tíma, rúmu ári eftir gerð samskiptasamnings, rætt við barnsföður sinn um atvikið með þeim hætti að hann taldi sig ítrekað þurfa að senda samstarfsmanni stefnanda alvarlegar hótanir, meðal annarrs um líkamsmeiðingar. Engin trúverðug skýring hafi komið fram af hálfu hennar hvers vegna svo „heiftúðug skilaboð“ tóku skyndilega að berast frá barnsföður hennar sem hún var í samskiptum við á sama tíma þegar svo langur tími var liðinn frá atvikinu. Ekki hafi hún aðeins gert samkomulag um að ræða ekki við óviðkomandi um atvikið sem sátt hafði verið gerð um heldur verði að telja í ljósi grófleika hótananna og tímasetningu þeirra ótrúverðugt að hún hafi ekki rætt það sérstaklega við barnsföður sinn. Ásamt því að greina honum efnislega frá fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem málið var rætt. Þar með beri hún ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hóf að senda umræddar hótanir, þó ekkert verði fullyrt um hvort henni hafi verið kunnugt um efni þeirra. „Þegar atvik málsins eru metin heildstætt, atburðarásin og alvarleiki þeirra hótana sem höfðu borist, ásamt broti stefnanda á samskiptasamningnum, verður að telja að svo alvarleg staða hafi verið komin upp í starfsemi stefnda að honum hafi verið rétt að rifta ráðningarsamningi sínum við stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms sem sýknaði fyrirtækið af kröfum konunnar.
Dómsmál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira