Telur rétt að taka tillit til harðrar gagnrýni frá nýsköpunargeiranum
![„Fremur en fæla alþjóðlega fjárfesta frá landinu ættum við að hvetja þá til að koma hingað til lands með einföldu og skiljanlegu regluverki þó að jafnframt sé hugað að öryggishagsmunum þjóðarinnar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra.](https://www.visir.is/i/49B53229DB731D8A2D439A7C6330DF18A3F76084D644454E46E28E2A0C3AC581_713x0.jpg)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur rétt að staldra við gagnrýni frá mörgum í nýsköpunargeiranum varðandi frumvarp um innleiðingu á rýni við erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og fara yfir hana „áður en lengra er haldið.“ Að auki þurfi að fara fram greining á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins. Áslaug Arna hefur hefur sett af stað vinnu við heildstæða úttekt á fjárfestingarumhverfi nýsköpunar með það að augum að dregið verði úr hömlum og hindrunum.