„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Yngvi Gunnlaugsson hefur komið víða við sem þjálfari og gerði til að mynda Hauka að Íslandsmeisturum árið 2009. Hann ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldunni og starfi sínu sem málari. VÍSIR/VILHELM Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu. „Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt. Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
„Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt.
Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga