„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Yngvi Gunnlaugsson hefur komið víða við sem þjálfari og gerði til að mynda Hauka að Íslandsmeisturum árið 2009. Hann ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldunni og starfi sínu sem málari. VÍSIR/VILHELM Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu. „Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt. Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt.
Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira