Skipta út skönnum í Strætó til að taka við snertilausum greiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 09:31 Klapp-greiðslukerfið hefur ekki notið mikilla vinsælda farþega Strætó. Fram að þessu hefur aðeins verið hægt að greiða með sérstöku Klapp-korti, snjallforriti í síma eða pappakorti en eftir innleiðingu snertilausra greiðslna á næstu vikum og mánuðum verður loks hægt að greiða með greiðslukortum og snjallsímum. Stöð 2/Egill Byrjað verður að skipta út skönnum í svokölluðu Klapp-greiðslukerfi Strætó í næsta mánuði til að hægt verði að taka við snertilausum greiðslum. Eftir skiptin geta farþegar Strætó greitt með greiðslukortum og símum. Ítrekað hefur verið fjallað um vandræðagang á rafrænu greiðslukerfi Strætó frá því að það var tekið í notkun í fyrra. Skannar í strætisvögnum hafa þannig tekið upp á að endurræsa sig í tíma og ótíma með tilheyrandi töfum fyrir farþega. Nú þegar innleiða á snertilausar greiðslur í Strætó stóð birginn sem útvegaði skannana frammi fyrir vali um að uppfæra þá þannig að þeir stæðust kröfur sem eru gerðar til slíkra greiðslukerfa eða skipta þeim út, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Hann ákvað frekar að skipta þeim út og kemur þá með vottaða skanna og vonandi þá leysir þessu litlu vandamál sem eftir lifðu af þessum skannavandamálum,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki sé rétt sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, heldur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu að skannarnir séu ónothæfir. Eldri gerðin haldi áfram að virka á meðan unnið er að því að skipta þeim út. Byrjað verður á skiptunum í desember og haldið áfram á nýju ári. Birginn ber allan kostnaðinn af skiptunum. „Þeir áttu bara að koma með skanna sem voru tilbúnir fyrir snertilausar greiðslur. Þeir höfðu þennan möguleika að uppfæra núverandi skanna en kannski í ljósi þess að þeir hafa einhverja fídusa í sér sem virðist erfitt að ná út úr þeim ákváðu þeir bara að skipta þeim út,“ segir Jóhannes. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Vísir Gátu ekki borgað reikninga í hálfan sólarhring Strætó er illa statt fjárhagslega en félagið tapaði um tveimur milljörðum króna í kórónuveirufaraldrinum. Svo rammt kvað að þessum erfiðleikum í síðustu viku að Strætó átti ekki fyrir reikningum á fimmtudaginn. Jóhannes segir þetta í fyrsta skipti frá því að hann tók við sem félagið hafi ekki getað borgað reikninga á réttum tíma. Reikningarnir voru greiddir degi síðar þegar rúmur hálfur milljarður sem sveitarfélögin samþykktu að leggja Strætó til fyrr í þessum mánuði barst. „Þetta sýnir svo sem bara glöggt að greiðslustaða Strætó er mjög tæp. Það er verið að vinna í lausn og við erum að minnsta kosti rekstrar- og greiðsluhæf út þetta ár og teljum okkur líka vera það út næsta ár en það þarf að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Jóhannes. Strætó hafi komið þeim skilaboðum til fjárveitingarvaldsins að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til félagsins í fjáraukalögum fyrir næsta ár. Ítrekað hafi verið bent á að bæta þyrfti tapaðar tekjur sem Strætó varð fyrir í faraldrinum á meðan hann reyndi að halda þjónustu uppi, meðal annars að hvatningu stjórnvalda. Í nágrannalöndunum hafi milljörðum verið dælt inn í almenningssamgöngur höfuðborganna eftir faraldurinn. Íslenska ríkið hafi veitt Strætó um 120 milljóna króna styrk „en það er bara brotabrot af því sem við þurfum,“ að sögn Jóhannesar. Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Ítrekað hefur verið fjallað um vandræðagang á rafrænu greiðslukerfi Strætó frá því að það var tekið í notkun í fyrra. Skannar í strætisvögnum hafa þannig tekið upp á að endurræsa sig í tíma og ótíma með tilheyrandi töfum fyrir farþega. Nú þegar innleiða á snertilausar greiðslur í Strætó stóð birginn sem útvegaði skannana frammi fyrir vali um að uppfæra þá þannig að þeir stæðust kröfur sem eru gerðar til slíkra greiðslukerfa eða skipta þeim út, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Hann ákvað frekar að skipta þeim út og kemur þá með vottaða skanna og vonandi þá leysir þessu litlu vandamál sem eftir lifðu af þessum skannavandamálum,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki sé rétt sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, heldur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu að skannarnir séu ónothæfir. Eldri gerðin haldi áfram að virka á meðan unnið er að því að skipta þeim út. Byrjað verður á skiptunum í desember og haldið áfram á nýju ári. Birginn ber allan kostnaðinn af skiptunum. „Þeir áttu bara að koma með skanna sem voru tilbúnir fyrir snertilausar greiðslur. Þeir höfðu þennan möguleika að uppfæra núverandi skanna en kannski í ljósi þess að þeir hafa einhverja fídusa í sér sem virðist erfitt að ná út úr þeim ákváðu þeir bara að skipta þeim út,“ segir Jóhannes. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Vísir Gátu ekki borgað reikninga í hálfan sólarhring Strætó er illa statt fjárhagslega en félagið tapaði um tveimur milljörðum króna í kórónuveirufaraldrinum. Svo rammt kvað að þessum erfiðleikum í síðustu viku að Strætó átti ekki fyrir reikningum á fimmtudaginn. Jóhannes segir þetta í fyrsta skipti frá því að hann tók við sem félagið hafi ekki getað borgað reikninga á réttum tíma. Reikningarnir voru greiddir degi síðar þegar rúmur hálfur milljarður sem sveitarfélögin samþykktu að leggja Strætó til fyrr í þessum mánuði barst. „Þetta sýnir svo sem bara glöggt að greiðslustaða Strætó er mjög tæp. Það er verið að vinna í lausn og við erum að minnsta kosti rekstrar- og greiðsluhæf út þetta ár og teljum okkur líka vera það út næsta ár en það þarf að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Jóhannes. Strætó hafi komið þeim skilaboðum til fjárveitingarvaldsins að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til félagsins í fjáraukalögum fyrir næsta ár. Ítrekað hafi verið bent á að bæta þyrfti tapaðar tekjur sem Strætó varð fyrir í faraldrinum á meðan hann reyndi að halda þjónustu uppi, meðal annars að hvatningu stjórnvalda. Í nágrannalöndunum hafi milljörðum verið dælt inn í almenningssamgöngur höfuðborganna eftir faraldurinn. Íslenska ríkið hafi veitt Strætó um 120 milljóna króna styrk „en það er bara brotabrot af því sem við þurfum,“ að sögn Jóhannesar.
Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33