Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:00 Hér má sjá að Tindastólsliðið var með fjóra erlenda leikmenn inn á vellinum en tókst að biðja um leikhlé rétt áður en dómarinn afhenti boltann. S2 Sport Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. Tindastóll vann bikarleikinn örugglega á móti Haukum og sigur þeirra á móti Grindavík var líka nokkuð sannfærandi. Það virðist þó vera þessi regla sem er hættuleg fyrir Tindastólsmenn. Subway Körfuboltakvöld sýndi hversu nálægt Stólarnir voru að brjóta regluna aftur en aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inn á vellinum á sama tíma. „Þetta mál á milli Tindastóls og Hauka þegar Stólarnir voru með fjóra erlenda leikmenn inn á þegar það mega bara vera þrír eins og flestir sem horfa á þennan þátt vita,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Það voru fjórir leikmenn inn á í einu vítaskoti hjá Haukum og sagan endurtók sig næstum því í Grindavík. Hér sjáum við að það er dæmt víti og Siggi Þorsteins er að koma af velli. Drungilas er að koma inná,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Tindastóll aftur með fjóra leikmenn inn á vellinum „Þarna eru þegar inn á þeir Zoran Vrkic, Taiwo Badmus og Keyshawn Woods. Það fyrsta sem Vladimir Anzulovic þjálfari gerir er að biðja um leikhlé áður en dómarinn nær að senda boltann á Valdas. Þetta er svakalegt,“ sagði Kjartan Atli. „Nú var Grindavík inn á með fimm Íslendinga í einu, er það ekki bannað,“ grínaðist Hermann Hauksson með. „Það er eins og það sé komin venja fyrir því að það sé bannað. Það ætti að setja það í sextándu grein reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót,“ sagði Sævar Sævarsson léttur en hélt svo áfram: „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar. „Það vantar ekki þjálfara á bekkinn hjá þeim til þess að hjálpa til við þetta,“ sagði Kjartan Atli. Það má sjá þetta atvik og umfjöllunina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Tengdar fréttir Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 „Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. 24. október 2022 08:02 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Tindastóll vann bikarleikinn örugglega á móti Haukum og sigur þeirra á móti Grindavík var líka nokkuð sannfærandi. Það virðist þó vera þessi regla sem er hættuleg fyrir Tindastólsmenn. Subway Körfuboltakvöld sýndi hversu nálægt Stólarnir voru að brjóta regluna aftur en aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inn á vellinum á sama tíma. „Þetta mál á milli Tindastóls og Hauka þegar Stólarnir voru með fjóra erlenda leikmenn inn á þegar það mega bara vera þrír eins og flestir sem horfa á þennan þátt vita,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Það voru fjórir leikmenn inn á í einu vítaskoti hjá Haukum og sagan endurtók sig næstum því í Grindavík. Hér sjáum við að það er dæmt víti og Siggi Þorsteins er að koma af velli. Drungilas er að koma inná,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Tindastóll aftur með fjóra leikmenn inn á vellinum „Þarna eru þegar inn á þeir Zoran Vrkic, Taiwo Badmus og Keyshawn Woods. Það fyrsta sem Vladimir Anzulovic þjálfari gerir er að biðja um leikhlé áður en dómarinn nær að senda boltann á Valdas. Þetta er svakalegt,“ sagði Kjartan Atli. „Nú var Grindavík inn á með fimm Íslendinga í einu, er það ekki bannað,“ grínaðist Hermann Hauksson með. „Það er eins og það sé komin venja fyrir því að það sé bannað. Það ætti að setja það í sextándu grein reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót,“ sagði Sævar Sævarsson léttur en hélt svo áfram: „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar. „Það vantar ekki þjálfara á bekkinn hjá þeim til þess að hjálpa til við þetta,“ sagði Kjartan Atli. Það má sjá þetta atvik og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Tengdar fréttir Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 „Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. 24. október 2022 08:02 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31
Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31
Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22
„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. 24. október 2022 08:02
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn