Segir meiri hávaða í miðbænum eftir faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Hannes segir ástandið skelfilegt. ívar fannar arnarsson Íbúar í miðbænum kvarta sáran undan hávaða frá skemmtistöðum. Einn þeirra segir ástandið hafa versnað eftir covid faraldurinn og dæmi um að hóteleigendur hafi þurft að endurgreiða svefnvana gestum gistingu vegna hávaða. „Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“ Næturlíf Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“
Næturlíf Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira