Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 16:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Í lögfræðiáliti LOGOS sem gert var fyrir lífeyrissjóðina segir að ríkið beri ábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. Vísir/Arnar Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira