Innlent

Biðjast af­sökunar á ó­við­eig­andi orði í orða­rugli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Morgunblaðið er til húsa við Hádegismóa í Reykjavík.
Morgunblaðið er til húsa við Hádegismóa í Reykjavík. Vísir/Egill

Ritstjórn Morgunblaðsins hefur beðist velvirðingar á því að fyrir slysni hafi orðið „hópnauðgun“ verið hluti af orðarugli blaðsins í gær. Orðið hafi átt að vera fjarlægt fyrir birtingu. 

Það brá mörgum þegar þeir leystu orðarugl Morgunblaðsins í gær þegar orðið „hópnauðgun“ var eitt af orðunum sem átti að finna í stafasúpunni. Vakin var athygli á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter. 

Í Morgunblaðinu í dag birtist athugasemd þar sem beðist var afsökunar á því að orðið hafi verið hluti af orðaruglinu. Þar var útskýrt að orðin séu valin af tölvu og fyrir mistök hafi það ekki verið fjarlægt fyrir birtingu. 

„Í gær urðu þau mis­tök í gát­unni Orðarugli að óviðeig­andi orð var meðal lausn­ar­orða. Orðin eru val­in af handa­hófi af tölvu og fyr­ir mis­tök var þetta ekki fjar­lægt áður en gát­an birt­ist. Nú hef­ur þetta orð og önn­ur sam­bæri­leg verið fjar­lægð úr orðasafn­inu. Beðist er vel­v­irðing­ar á mis­tök­un­um,“ segir í athugasemdinni. 

Athugasemdin sem birt var í Morgunblaðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×