Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 15:35 Höfuðstöðvar FTX voru á Bahamaeyjum. Fyrirtækið virðist hafa keypt lúxusíbúðir fyrir lykilstjórnendur fyrir fúlgur fjár. Vísir/Getty Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. Ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims óskaði eftir að vera tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að viðskiptavinir þess gerðu áhlaup og vildu taka út innistæður sínar þegar efasemdir komu fram um reksturinn fyrr í þessum mánuði. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX og rafmyntargúrú, steig til hliðar. Skiptastjóri sem tók við fyrirtækinu sagðist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu hjá fyrirtæki og þó hafði hann haft umsjón með því að hreinsa upp eftir fall orkurisans Enron fyrr á þessari öld. Reuters-fréttastofan segir að opinber gögn á Bamahaeyjum, þar sem FTX var skráð, sýni að fyrirtækið, foreldrar Bankman-Frieds og háttsettir stjórnendur hafi keypt að minnsta kosti nítján fasteignir sem eru metnar á hátt í 121 milljón dollara, jafnvirði meira en 17,3 milljarða íslenskra króna. Í flestum tilfellum hafi verið um lúxusíbúðir að ræða. Afsöl sýni að íbúðirnar átti að nota til að hýsa „lykilstarfsmenn“. Reuters segist ekki hafa komist að því hver bjó í þeim. Foreldrar Bankman-Frieds segjast hafa reynt að skila FTX afsali af eign í þeirra nafni frá því áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar. Talsmaður þeirra svaraði ekki spurningum Reuters um hvernig kaupin hefðu verið fjármögnuð og hvort að FTX hefði komið nálægt því. Fyrirtækið sjálft svaraði ekki fyrirspurn um eignirnar. Talið er að um milljón kröfuhafar séu í leifar FTX en þeir standa frammi fyrir því að tapa milljörðum dollara. Komið hefur fram að Bankman-Fried færði um tíu milljarða dollara út úr FTX til að halda öðru fyrirtæki sínu sem fjárfesti í rafmyntum á floti. Svo virðist sem að um milljarður þess fjár hafi horfið. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. 17. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims óskaði eftir að vera tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að viðskiptavinir þess gerðu áhlaup og vildu taka út innistæður sínar þegar efasemdir komu fram um reksturinn fyrr í þessum mánuði. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX og rafmyntargúrú, steig til hliðar. Skiptastjóri sem tók við fyrirtækinu sagðist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu hjá fyrirtæki og þó hafði hann haft umsjón með því að hreinsa upp eftir fall orkurisans Enron fyrr á þessari öld. Reuters-fréttastofan segir að opinber gögn á Bamahaeyjum, þar sem FTX var skráð, sýni að fyrirtækið, foreldrar Bankman-Frieds og háttsettir stjórnendur hafi keypt að minnsta kosti nítján fasteignir sem eru metnar á hátt í 121 milljón dollara, jafnvirði meira en 17,3 milljarða íslenskra króna. Í flestum tilfellum hafi verið um lúxusíbúðir að ræða. Afsöl sýni að íbúðirnar átti að nota til að hýsa „lykilstarfsmenn“. Reuters segist ekki hafa komist að því hver bjó í þeim. Foreldrar Bankman-Frieds segjast hafa reynt að skila FTX afsali af eign í þeirra nafni frá því áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar. Talsmaður þeirra svaraði ekki spurningum Reuters um hvernig kaupin hefðu verið fjármögnuð og hvort að FTX hefði komið nálægt því. Fyrirtækið sjálft svaraði ekki fyrirspurn um eignirnar. Talið er að um milljón kröfuhafar séu í leifar FTX en þeir standa frammi fyrir því að tapa milljörðum dollara. Komið hefur fram að Bankman-Fried færði um tíu milljarða dollara út úr FTX til að halda öðru fyrirtæki sínu sem fjárfesti í rafmyntum á floti. Svo virðist sem að um milljarður þess fjár hafi horfið.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. 17. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47
Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. 17. nóvember 2022 22:11