Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 14:27 Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk. Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk.
Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00
Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14