Halldór og Róbert slíðra sverðin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 12:18 Halldór Kristmannsson (t.v.) og Róbert Wessman (t.h.). Sá fyrrnefndi sakaði þann síðarnefnda um alvarleg brot í bréfi sem hann skrifaði Alvogen í fyrra. Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Halldór skrifaði stjórn Alvogen bréf þar sem hann sakaði Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og meintum óvildarmönnum lífláti í mars í fyrra. Vildi hann að stjórnin viki Róberti úr starfi forstjóra. Hélt Halldór því fram að hann hefði stigið fram sem uppljóstrari innan Alvogen og Alvotech. Alvogen stefndi Halldóri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og átti málflutningur að hefjast í haust. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í dag segir að sættir hafi náðst í málinu og að það hafi fallið frá málsókninni í kjölfarið. Halldór muni loka vefsíðu sem hann hefur haldið úti með ásökunum sínum. Hann hafi jafnframt lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu uppljóstrara í neinni lögsögu. „Jafnframt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri niðurstöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjölfar rannsóknarinnar,“ segir í yfirlýsingu Alvogen en þar vísar fyrirtækið til rannsóknar óháðra sérfræðinga á ásökunum Halldórs um starfshætti Róberts. Halldór segir í skriflegu erindi til Vísis að samkomulagið sé á milli hans og Alvogen í Bandaríkjunum og að það feli í sér fjárhagsuppgjör. Alvogen hafi greitt honum laun, áunna kaupauka og útlagðan lögmannskostnað. Að öðru leyti ríki trúnaður um samkomulagið. Halldór segist í dag búsettur í Sviss ásamt fjölskyldu sinni þar sem sinni fjárfestingum. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Alvotech Tengdar fréttir Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. 11. júlí 2022 15:53 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ 16. nóvember 2021 13:50 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Halldór skrifaði stjórn Alvogen bréf þar sem hann sakaði Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og meintum óvildarmönnum lífláti í mars í fyrra. Vildi hann að stjórnin viki Róberti úr starfi forstjóra. Hélt Halldór því fram að hann hefði stigið fram sem uppljóstrari innan Alvogen og Alvotech. Alvogen stefndi Halldóri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og átti málflutningur að hefjast í haust. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í dag segir að sættir hafi náðst í málinu og að það hafi fallið frá málsókninni í kjölfarið. Halldór muni loka vefsíðu sem hann hefur haldið úti með ásökunum sínum. Hann hafi jafnframt lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu uppljóstrara í neinni lögsögu. „Jafnframt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri niðurstöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjölfar rannsóknarinnar,“ segir í yfirlýsingu Alvogen en þar vísar fyrirtækið til rannsóknar óháðra sérfræðinga á ásökunum Halldórs um starfshætti Róberts. Halldór segir í skriflegu erindi til Vísis að samkomulagið sé á milli hans og Alvogen í Bandaríkjunum og að það feli í sér fjárhagsuppgjör. Alvogen hafi greitt honum laun, áunna kaupauka og útlagðan lögmannskostnað. Að öðru leyti ríki trúnaður um samkomulagið. Halldór segist í dag búsettur í Sviss ásamt fjölskyldu sinni þar sem sinni fjárfestingum.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Alvotech Tengdar fréttir Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. 11. júlí 2022 15:53 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ 16. nóvember 2021 13:50 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. 11. júlí 2022 15:53
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26
Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ 16. nóvember 2021 13:50