Stundum einmanalegt að vera einhleyp en fínt að geta prumpað uppi í rúmi í friði Elísabet Hanna skrifar 21. nóvember 2022 15:00 Sigga Beinteins fer yfir kosti þess og galla að vera makalaus í Veislunni hjá Gústa B. Vísir/Vilhelm „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt,“ segir söngkonan Sigga Beinteins um lífið sem einhleyp kona. Sigga ræddi kosti og galla þess að vera makalaus í útvarpsþættinum Veislunni með Gústa B. Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni: FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni:
FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00
„Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16
Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30