„Hlakka til að þurfa aldrei að keyra þennan bíl aftur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 20:31 Verstappen og Red Bull fögnuðu enn einum sigrinum í síðasta Formúlu 1 móti dagsins í dag. Vísir/Getty Max Verstappen varð hlutskarpastur í síðasta Formúlu 1 keppni ársins sem fram fór í Abu Dhabi í dag. Charles Leclerc náði öðru sæti í keppni ökuþóra en Lewis Hamilton þurfti að hætta keppni vegna vélarbilunar. Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag. Akstursíþróttir Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag.
Akstursíþróttir Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira