„HM snýst ekki um bjór og brennivín“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2022 07:00 Þarf alltaf að vera bjór? Christopher Lee/Getty Images „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag. Katörsk stjórnvöld höfðu gefið blessun sína yfir bjórsölu í kringum heimsmeistaramótið en tóku svo óvænta U-beygju á föstudaginn, tveimur dögum fyrir mót, og tóku fyrir slíka sölu. Jónas Grani segir að hægt sé að njóta fótbolta án öls. „Ég held að ef menn gætu í einhverja smá stund áttað sig á því að HM snýst ekki um bjór og brennivín, þá held ég að menn gætu séð að þetta væri bara og verði flott. Það er mikið í lagt og ég held að þetta verði mjög flott mót,“ „Fólk mætti gjarnan sýna örlítið meira umburðarlyndi gagnvart því hvar þetta er og hætta kannski að horfa í það að bjórinn sé aðalatriðið. Þó að hann sé alveg ágætur þá þarf þetta ekki alltaf að snúast um það og það er ekki allt vonlaust þó að allt sé ekki eins og heima hjá þér,“ segir Jónas Grani. Á að vera ævintýri Jónas Grani segir fótbolta vera sameiningartákn og umræðan megi miða að því, fremur en áfengi. „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta í landi sem við áttum aldrei von á að myndi halda HM, frekar en við áttum von á því að Ísland myndi einhvern tíma spila á HM,“ „Fótbolti hefur víða um heim jafnvel stoppað bardaga og þannig á fótbolti að vera. Hann á ekki að snúast um bjór og hann á ekki að snúast um trúarbrögð. Hann á bara að snúast um leikinn og við eigum að sameinast um það horfa á fótboltann og njóta hans,“ Ein verslun í borginni sem selur áfengi En hvernig er að finna sér ölsöpa í landinu? „Meira en helmingurinn af hótelunum bjóða upp á bjór. Ansi mörg eru þurr eins og það er kallað. Svo er ein búð í Doha sem selur áfengi og svínakjöt. Ég hélt þetta væri keðja þegar ég kom en þetta er sem sagt bara ein búð,“ HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 „Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. 19. nóvember 2022 07:01 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. 18. nóvember 2022 09:01 Bjórinn dýrari en á Íslandi Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. 17. nóvember 2022 11:30 Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu. 19. nóvember 2022 09:58 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Katörsk stjórnvöld höfðu gefið blessun sína yfir bjórsölu í kringum heimsmeistaramótið en tóku svo óvænta U-beygju á föstudaginn, tveimur dögum fyrir mót, og tóku fyrir slíka sölu. Jónas Grani segir að hægt sé að njóta fótbolta án öls. „Ég held að ef menn gætu í einhverja smá stund áttað sig á því að HM snýst ekki um bjór og brennivín, þá held ég að menn gætu séð að þetta væri bara og verði flott. Það er mikið í lagt og ég held að þetta verði mjög flott mót,“ „Fólk mætti gjarnan sýna örlítið meira umburðarlyndi gagnvart því hvar þetta er og hætta kannski að horfa í það að bjórinn sé aðalatriðið. Þó að hann sé alveg ágætur þá þarf þetta ekki alltaf að snúast um það og það er ekki allt vonlaust þó að allt sé ekki eins og heima hjá þér,“ segir Jónas Grani. Á að vera ævintýri Jónas Grani segir fótbolta vera sameiningartákn og umræðan megi miða að því, fremur en áfengi. „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta í landi sem við áttum aldrei von á að myndi halda HM, frekar en við áttum von á því að Ísland myndi einhvern tíma spila á HM,“ „Fótbolti hefur víða um heim jafnvel stoppað bardaga og þannig á fótbolti að vera. Hann á ekki að snúast um bjór og hann á ekki að snúast um trúarbrögð. Hann á bara að snúast um leikinn og við eigum að sameinast um það horfa á fótboltann og njóta hans,“ Ein verslun í borginni sem selur áfengi En hvernig er að finna sér ölsöpa í landinu? „Meira en helmingurinn af hótelunum bjóða upp á bjór. Ansi mörg eru þurr eins og það er kallað. Svo er ein búð í Doha sem selur áfengi og svínakjöt. Ég hélt þetta væri keðja þegar ég kom en þetta er sem sagt bara ein búð,“
HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 „Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. 19. nóvember 2022 07:01 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. 18. nóvember 2022 09:01 Bjórinn dýrari en á Íslandi Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. 17. nóvember 2022 11:30 Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu. 19. nóvember 2022 09:58 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01
„Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. 19. nóvember 2022 07:01
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. 18. nóvember 2022 09:01
Bjórinn dýrari en á Íslandi Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. 17. nóvember 2022 11:30
Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu. 19. nóvember 2022 09:58