Þakkar Seinni bylgjunni fyrir - ,,Ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003” Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2022 22:36 Ragnar Þór Hermannsson þakkaði Seinni bylgjunni fyrir eftir leik Vísir/Diego Ragnar Þór Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með átta marka sigur Hauka gegn HK í Olís-deild kvenna í dag. Bæði lið voru með tvö stig fyrir þennan leik; Haukar í sjötta sæti og HK í áttunda sæti. ,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.” Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Sjá meira
,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.”
Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Sjá meira