Lífið

Sjáðu ljós jólakattarins tendruð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill mannfjöldi safnaðist saman til þess að bera köttinn augum.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman til þess að bera köttinn augum. Stöð 2/Steingrímur Dúi

Jólakötturinn var tendraður á Lækjartorgi síðdegis í dag en kötturinn er orðinn einn helsti boðberi jóla í Reykjavík.

Borgarstjóri stýrði athöfninni á torginni, þar sem margmenni var samankomið til að fylgjast með kettinum lýsast upp. 

Eigendur kattarins, hjónin Grýla og Leppalúði, voru einnig viðstödd og höfðu ofan af fyrir mannfjöldanum. 

Þrátt fyrir að þetta sé í fimmta sinn sem jólakötturinn er lýstur upp greip um sig spenna meðal viðstaddra þegar borgarstjóri hóf niðurtalningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×