Sport

Snæ­fríður Sól bætti eigið Ís­lands­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól er ein fremsta sundkona Íslands um þessar mundir.
Snæfríður Sól er ein fremsta sundkona Íslands um þessar mundir. Simone Castrovillari

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug í dag.

Snæfríður Sól er um þessar mundir að keppa í dönsku bikarkeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn, höfuðborg og keppti í 200 metra skriðsundi í dag. Þar gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet.

Fyrra met hennar var 1:56,51 mínúta en í dag synti hún á 1:55,60 mínútu. Bætti hún því Íslandsmet sitt um tæpa eina sekúndu.

Hin 22 ára gamla Snæfríður Sól fór alla leið í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á HM sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi fyrr á þessu ári. Hún er nú í fullum undirbúningi fyrir HM sem fram fer í Ástralíu í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×